Menntamál - 01.02.1946, Side 23

Menntamál - 01.02.1946, Side 23
MENNTAMÁL 19 að úr þeim sjóði væru teknar 1—200 þús. kr. til hús- byggingar til sameiginlegra afnota fyrir þessa stétt. Vit- anlega yrði ekki viðunandi hús reist fyrir áðurnefnda upphæð. En annað hvort mætti taka meira úr sjóðnum eða fá lán annars staðar. Ætti það að vera vandalaust. í húsi þessu þarf á hverjum tíma að vera selt fæði, fast fæði með sanngjörnu verði. Helzt þyrfti salur að vera í húsinu, er nægði til minni háttar fundahalda. Ef barnakennarar eignuðust félagsheimili, mundi við- kynning þeirra aukast. En það er atriði, er ég tel miklu varða. Þeir hljóta að geta lært hverjir af öðrum, því að betur sjá augu en auga. Ég hef oft veitt því athygli, er ég hef lesið um merka menn, hve mikið gagn þeir segjast hafa haft af viðkynningu við góða menn eða listamanna- klíkur eða jafnvel einstakt heimili. Á þessu heimili ætti að koma upp góðu uppeldisfræði- legu bókasafni. Þar ættu einnig ætíð að liggja sýnishorn af úrvalsvinnu barna í skólum. Yrði það sem námskeið að dvelja þarna og kynnast því, sem þar væri að sjá og heyra. Kennarar dveldu á heimili þessu að sumrinu. Mætti að vetrinum selja þar gistingu hverjum, sem hafa vildi. Einnig væri það vel þegið að leigja salinn fyrir kennslu. Ef til vill gætu einhverjir kennarar búið sér til sjálfstæða atvinnu við það. Svo mikið er víst, að húsrúm er ávallt góð eign í Reykjavík. — Þetta félagsheimili þyrfti ekki að vera nein höll til að byrja með, því að mjór er mikils vísir. Þá væri gaman og gagn að því, ef kennarar ættu félags- heimili í hverjum fjórðungi landsins, eins konar sumar- bústaði. Það væri nægilegt húsrúm, ef hægt væri að elda og matast í því. Menn gætu búið í tjöldum. Þessir fjórð- milljón að upphæð, en sá sjóður er starfræktur samkvæmt lögum þar um og hefur S.Í.B. engin umráð yfir honum á neinn hátt, heldur fjármálaráðuneytið og alþingi. — liitstj.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.