Menntamál - 01.02.1946, Síða 29

Menntamál - 01.02.1946, Síða 29
MENNTAMÁL 25 staður, engin prentsmiðja, ekkert ártal). Ekki hefur bækl- ingurinn verið sendur Menntamálum, og er það skiljan- legt. Kver þetta virðist vera ætlað til þess að kenna litlum börnum að þekkja stafina. Eru þeir prentaðir með stóru letri, bláu og rauðu, einn eða fleiri á síðu, — æ og ö vantar reyndar, — og fylgir þeim flestum mynd og vísa, sem byrjar (eða er látin byrja) á þeim staf, sem þar er verið að kynna. Um myndirnar skal ekki fjölyrt hér, en þær sýnast vera tíndar saman úr ýmsum bókum og eiga ekki alls staðar vel við vísurnar. Um vísurnar er það fyrst að segja, að þær eru flestar eða allar velþekktar og vinsælar barnavísur, þótt engin von sé til að börn, sem eru að byrja að læra að þekkja einstaka stafi, geti lesið nokkra þeirra. En um höfunda er hvergi getið, og eru þó þarna vísur eftir þekkt skáld eins og t. d. Sveinbjörn Egilsson, Grím Thomsen, Kristján Jónsson, Steingrím Thorsteinsson, Guðmund Guðmunds- son og Þorstein Erlingsson. En þó að börnin geti ekki lesið vísurnar, geta þau samt lært þær, — og hafa sjálfsagt gert það. En rangfærslur í þessum fáu vísum skipta tugum. Það er kannske ekki sanngjarnt að heimta það af manni, sem býr barnavísur til prentunar, að hann kunni rétt vísu eins og Heyrðu snöggvast, Snati minn, en þá er það manna siður að fletta upp í ljóðabókum höfundanna til þess að ganga úr skugga um, hvernig vísurnar eru réttar, og ekki sízt ætti það að vera regla, þegar útgefandinn (eða rit- stjórinn) stendur á því stigi bragþekkingar og brag- skynjunar, að hann veit ekki, hverjar reglur gilda í ís- lenzkum ljóðum um stuðla og rím, og finnur ekki, þótt þær séu þverbrotnar, lætur t. d. kjól og snjór ríma saman, — auðvitað án þess að höfundurinn hafi ort þannig. Mér finnst rétt að sýna hér nokkur dæmi um rangfærsl-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.