Menntamál - 01.02.1946, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.02.1946, Blaðsíða 6
2 MENNTAMÁL að benda á þau og sýna þau almenningi. Svo er um at- hafnamenn á verklegu sviði, er koma á fót stórvöxnum fyrirtækjum, er þýðingu hafa fyrir afkomu alþjóðar. Svo er um vísindamanninn, sem gerir nýjar uppgötvanir, er öll þjóðin nýtur góðs af. Svo er um bóndann, sem breytir rýrðarkoti í stórbýli og lætur tvö strá vaxa, þar sem áður óx eitt. Svo er um sjómanninn, sem með frábærri atorku sækir gull í greipar hins mislynda Ægis. Störf í þágu skáldskapar, menningar og lista er aftur á móti örðugra að meta. Slíkir fjársjóðir og slík arfleifð verður ekki vegin á sama hátt og hin sýnilegu og stund- legu gæðin. Skáldrit og listaverk hljóta iðulega ekki rétt- mæta viðurkenningu fyrr en löngu eftir að höfundarnir hafa safnazt til feðra sinna. Þó virðist mér, að allra örð- ugast muni vera það að meta starf presta og kennara réttilega og að verðleikum. Þeir eru sáðmenn í þann lif- andi akur, sem vandfarnast er með. Og það er á einskis manns færi að greina þar á milli hver gróðurinn er sáð- manninum að þakka sérstaklega og hver akurlendinu sjálfu, umhverfinu eða þeirri andlegu dögg og foki mis- jafnra vinda, er aldarstraumurinn ber yfir þjóðlífið á hverjum tíma. Einn slíkra sáðmanna er Karl Finnbogason fyrrverandi skólastjóri á Seyðisfirði. Hann hefur nú nýlega látið af kennslustörfum, er hann hefur stundað í full fjörutíu ár, enda orðinn aldraður maður og varð sjötugur þann 29. desember síðast liðinn. Mun vart leika á tveim tungum meðal þeirra, sem til þekkja, að hann hafi þar innt af höndum mikið og merkilegt starf og verið einn af gáfuð- ustu og mætustu skólamönnum landsins. Karl Finnbogason er fæddur að Arnstapa í Ljósavatns- skarði í S.-Þingeyjarsýslu og af gáfuðu fólki kominn í báðar ættir. Foreldrar hans voru Finnbogi bóndi Finn- bogason og kona hans Guðrún Jónsdóttir bónda á Belgsá Jónssonar. Arnstapi er lítið býli, en þar er að mörgu

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.