Menntamál - 01.02.1946, Blaðsíða 20
16
MENNTAMÁL
aðalmarkmið alþjóðamáls á að vera að vekja samúð og
skilning með þjóðunum. En esperantó er hins vegar hlut-
laust; það er ekki séreign nokkurrar þjóðar, heldur stefnir
að því að verða sameign allra þjóða. Um innleiðing þess
ættu því allar þjóðir að geta sameinazt.
2) Málfræði þjóðtungnanna er oftast mjög flókin, og
er fjöldi undantekninga frá málfræðireglunum. Málfræð-
in í esperantó er hins vegar skýrari og einfaldari en mál-
fræði nokkurrar þjóðtungu. Engar undantekningar eru
til frá málfræðireglum þess.
3) Stafsetning þjóðtungna er oft mjög flókin og styðst
eigi allsjaldan við margra alda gamlar reglur, og verður
því stafsetningin oft frábrugðin framburðinum. En í
esperantó fer stafsetningin alltaf nákvæmlega eftir fram-
burðinum, enda táknar hver stafur alltaf sama hljóð, hvar
í orði sem hann stendur.
4) Áherzlan í esperantó hvílir alltaf á sama stað (á
næstsíðustu samstöfu orðsins). Það er skýrt í framburði
og hljómfagurt, en það er meira en sagt verður um marg-
ar af þjóðtungunum.
5) Orðaforði í esperantó er mjög auðlærður, einkum
fyrir Vestur-Evrópumenn. Hann er samsettur af alþekkt-
um orðstofnum úr Evrópumálunum. Mynda má á mjög
einfaldan hátt næstum ótakmarkaðan fjölda orða úr orð-
stofnunum með hjálp forskeyta og viðskeyta. Þetta fækkar
að miklum mun þeim orðstofnafjölda, sem læra þarf sér-
staklega.
6) Esperantó tjáir hvaða hugsun sem er og stendur í
því efni jafnfætis hvaða þjóðtungu sem er, eins og hinar
blómlegu bókmenntir þess bera gleggst vitni um.
Eins og mörgum er kunnugt, hafa allmörg svonefnd
„alþjóðamál" verið búin til, og sýnir það, að ýmsum fleir-
um en dr. Zamenhof, höfundi esperantós, hefur verið það
ljóst, að þjóðtunga verður ekki innleidd sem alþjóðamál,
heldur aðeins hlutlaust mál. Én af þessum tilbúnu málum