Menntamál - 01.02.1946, Qupperneq 19
MENNTAMÁL
15
og ef til vill fleiri löndum, og hefur hann eingöngu skrifað
á esperantó. Mér er ánægja að geta þess, að hann byrjaði
nám sitt í málinu með því að taka þátt í bréfanámskeið-
inu hjá mér.“
„Ég hitti líka fyrir fáum dögum ungan mann, sem
hafði lært á bréfanámskeiðinu þínu, og hann sagði mér,
að hann skrifaðist á við „stelpu í Argentínu“, eins og hann
orðaði það. Og hann var hinn ánægðasti yfir.“
Ólafur lét vel yfir því.
„En álítur þú, Ólafur,“ segi ég, „að esperantó verði
nokkurn tíma innleitt sem almennt alþjóðlegt hjálpar-
mál?“
„Um það get ég að sjálfsögðu ekki dæmt; það fer eftir
þeim skilningi, sem þjóðirnar — og þá einkum forystu-
menn þeirra — sýna þessu merkilega máli, en hins vegar
álít ég það vera hæfara til að verða alþjóðamál en nokkurt
annað mál. En ég hygg, að hvorki þurfi að rökræða það
við þig né nokkurn af lesendum Menntamála, hvílíkt gagn
heiminum væri að því, ef það yrði tekið upp sem alþjóð-
legt hjálparmál.“
„Maður skyldi ætla, að þess þyrfti ekki. En hvers vegna
álítur þú, að Esperantó sé hæfara til að verða alþjóðamál
en nokkurt annað mál? Hvers vegna mætti ekki jafnvel
innleiða til dæmis ensku, frönsku, þýzku eða rússnesku
sem alþjóðamál?“
„Nú, eða þá indversku eða kínversku, sem þú veizt, að
eru talaðar af mun fleiri mönnum en nokkurt þeirra mála,
sem þú nefndir. Ég álít það af eftirtöldum ástæðum;
1) Ef innleiða ætti þjóðtungu sem alþjóðamál, myndi
hver þjóð halda fram sínu móðurmáli, og er því hætt við,
að aðrar þjóðir myndu aldrei samþykkja innleiðingu
þjóðtungu sem alþjóðamáls. Og þó að slíkt væri samþykkt,
er hætt við, að sá aðstöðumunur, sem við það skapaðist
meðal þjóðanna í menningarlegum efnum, yrði til þess
að vekja öfund og úlfúð milli þeirra í stað þess, að eitt