Menntamál - 01.02.1946, Side 25
MENNTAMÁL
21
Nokkur orð um ferminguna
(i’áll H. Árnason, skólaneíndarmaður í Engihlíðarhreppi í Húna-
vatnssýslu, hefur sent Menntamálum eftirfarandi grein til birtingar.
Virðist ritstjóranum ýmislegt ihugunarvert koma fram í greininni,
þótt um siunt kunni að vera skiptar skoðanir, en að sjálfsögðu er
mönnum velkomið rúm í Menntamálum til hófsamlegra og stuttra at-
hugasemda við skoðanir höfundar).
í tilkynningu, er send var út frá fræðslumálaskrifstof-
unni í janúar 1943, er þess getið, að dóms- og kirkjumála-
ráðuneytið óski þess, að börn verði ekki fermd fyrr en
þau hafi lokið fullnaðarprófi samkv. 5. gr. fræðslulaga
eða burtfararprófi samkv. 21. gr. sömu laga.
Þetta virðist mér heilbrigð og sjálfsögð ósk, og við —
skólanefndin hér — ákváðum vorið 1944, til þess að knýja
fram lögboðið sundnám í skólahverfi okkar, að afhenda
ekki fullnaðarprófsskírteinin fyrr en því væri lokið. Nú
stóð svo á, að ekkert fullnaðarprófsbarnanna hafði lokið
lögskipuðu námi í sundi, og þurfti því að fresta áður
ákveðnum fermingardegi um 1—2 vikur, svo að þau gætu
lokið því. Þetta var að líkindum eini möguleikinn til sund-
náms á árinu.
En hvernig fór?
Prestarnir telja, að þá varði ekkert um þessa tilkynn-
ingu; þeir geti fermt börnin, þegar þau hafi náð lögskip-
uðum aldri og séu að þeirra dómi nægilega vel að sér í
kristnum fræðum, þótt þau séu ,,gatistar“ í sundi eða öðr-
um lögboðnum námsgreinum. Þess ber þó að geta, að þeir
voru fúsir til að fresta fermingunni eftir óskum aðstand-
enda, en aðstandendur barnanna virtust kæra sig lítt,
þó að prófskírteinin kæmu ekki fyrr en eftir dúk og disk,
— gott, ef öll vinna nokkurn tíma til þeirra. Barnið er