Menntamál - 01.02.1946, Side 35
MENNTAMÁL
31
efni eða prófkröfum skólaílokkanna, og vísar hann í því efni tii bók-
arinnar „Lög og reglur um skóla- og memiingarmál á Islandi“, en
fræðslumálastjórnin gaf þá bók út á síðasta ári, eins og lesendunt
Menntamála er kunnugt.
Forskriftir eftir Benedikt Gröndal
eru nýkomnar út, ljósprentaðar í Lithoprent í Reykjavík, en
frumútgáfan kont út í Kaupmannahöfn 1863. Lárus Rjarnason, fyrr-
verandi skólastjóri i Flensborgarskólanum, hefur gefið bókina út. Segir
hann í eftirmála (skrifttðum), að ltann gangi ,,þess eigi dulinn, að
skriftarkennarar muni nú telja forskrift Gröndals úrelta. einkum þar
sem hún fullnægir eigi hraðakröfum vorra tíma, en ég ætla samt, að
hún eigi erindi til uppvaxandi kynslóðar sakir sfgildrar fegurðar.“ —
Bókin kostar 4 krónur, og mun margan fýsa að eignast hana, því að
allir vita, hvílikur listaskrifari Gröndal var.
Heimili ocj skóli.
6. hefti ársins 1945 af þessu ágæta uppeldismálariti norðlenzkra
barnakennara hefur borizt Menntamálum fyrir skömmu, og er þá
lokið 4. árgangi tímaritsins. Útgefendurnir halda ritinu enn í sama
horfi og áður unt efnisval og allan frágang og er það bæði fjölbreytt
og vænlegt til skemmlunar og íróðleiks. Fyrst í þessu hefti er Jóla-
hugleiðmg cftir séra Sigurð Stefánsson. Þá er grein um Kurteisi eftir
Hannes J. Magnússon kennara, og segir hann þar rneðal annars:
„Tilgerðarlaus og eðlileg kurteisi þjálfar sambúðarhæfileika mann-
anna. Hún er ]jví ekki aðeins snotur spariflík, sem menn eiga að
klæðast við liátíðleg tækifæri, heldur þjóðfélagsdygð, sem leggja ber
ríka áherzlu á að rækta." — Snorri Sigfússon skólastjóri skrifar snjalla
hugvekju, sem heitir Tóbakið og œskan. Kafli úr skólasetningarrœðu
eftir Þorstein M. Jónsson er og í ritinu og margt fleira.
Prentvilla
var í síðasta hefti Menntamála, efst á bls. 200, þaf sem minnst var
á Heimili og sltóla og talað um greinar í 4. hefti, en átti að vera
5. hefti.
Fréttir
af skólastarfseminni vlðs vegar urn laiul geta næstum því engar
komið í Menntamálum, af því að þær berast ekki til ritsins. Skóla-
nefndir, kennarar og kennarafélög ættu iðulega að senda ritstjóranum
línu, því þess hefur orðið vart, að lesendur blaðsins vilja gjarnan fá
sem fjölbreyttastar fréttir og frásagnir af skólastarfseminni.