Menntamál - 01.02.1946, Síða 10
6
MENNTAMÁL
Seyðisfirði. Eiga þau sex mannvænleg börn, fimm dætur
og einn son. Öll eru börn þeirra nú uppkomin.
Allir sannir hugsjóna og gáfumenn eiga eld í sál. Stund-
um eru það snarkandi logar og leiftur svo björt og snögg,
að maður stendur höggdofa og nærri felmtsfullur gagn-
vart þeim. í sál Karls Finnbogasonar er aftur á móti hin
bjarta, hlýja glóð. Tilfinningarnar að vísu sterkar og heit-
ar, en þó með undarlega mildum og þýðum blæ. Hann ann
hinni hljóðu fegurð og yfirlætislausu list. Hann er um-
burðarlyndur og góðgjarn og vill engan særa djúpu sári,
ekki heldur andstæðing sinn. Oft varð hann að vísu að
berjast fyrir skoðunum sínum og áhugamálum. En hann
fann enga nautn í baráttu og deilum við aðra menn. Allt
ofbeldi er honum andstætt, hvort heldur er hnefaréttur-
inn skefjalaus eða grímubúinn í gerfi áróðurs og slag-
orða. Hann er sáðmaður andans, sem skilur og veit, að
það er ekki hægt að sá í ofsaveðri. Hann dreymir um og
þráir veröld samræmis, friðar og fegurðar, þar sem of-
beldið og glamrið víkur fyrir samúð og samstilling, skyn-
samlegum rökum og rólegri yfirvegun allra hluta. Og það
er von mín og trú, að einhvern tíma muni honum auðnast
að lifa og starfa í slíkri veröld, þótt það kunni að verða
austan við mána og sunnan við sól.
Sveinn Víkingur.
Allir eiga að kunna aS lesa og skrifa,
segja stjórnarvöldin í Ekvador í Suður-Ameríku. Þau hafa sett sér
það markmið, að innan 5 ára verði allir íbúar landsins á aldrinum
16 til 60 ára orðnir læsir og skrifandi. Hefur öllum læstim og skrif-
andi mönnum á aldrinum 20 til 25 ára verið gert að skyldu að vinna
að þessu marki með því að kenna öðrum þessar námsgreinar. (Eftir
Bulletin of the International Bureau of Education í Genl.)