Menntamál - 01.02.1946, Side 30
26
MENNTAMÁL
urnar, svo að menn sjái, að ég hef ekkert ofsagt. Greinar-
merkjasetningu bókarinnar er nákvæmlega haldið, en
leturbreytingarnar hef ég gert.
Innan á kápunni fremst eru þessar hendingar (úr staf-
rófsvísunum gömlu):
RSTU eru þar næst
7XYZÞÆÖ
Og aftan á kápunni er þessi vísuhelmingur:
Það er leikur að læra,
leikur sá er mér kær,
læra meira og meira,
meira í dag en í gær.
Og inni í bókinni er þetta meðal annars (við stafinn P,
þótt skáldið hafi vitanlega sagt hér babbi, eins og ýmsir
bera fram, en til hliðar er mynd af jólatré og — ekki
pabba, ekki mömmu, ekki Möggu, heldur — strák):
Pabbi segir, -pabbi segir,
bráðum koma dýrðleg jól.
Mamma segir, mamma segir,
þá fær Magga nýjan kjól.
Hæ, hæ, ég hlakka til,
hann að fá og gjafirnar,
bjart ljós og barnaspil
og voða sætu lummurnar.
Hvernig lízt mönnum á? Er ekki full ástæða til, að
yfirstjórn fræðslumálanna taki í taumana, þegar slík
óhæfa sem þessi er framin á börnum landsins?
ólafur Þ. Kristjánsson.