Menntamál - 01.02.1946, Blaðsíða 26
22
MENNTAMÁL
fermt, og skólanefnd hefur ekki meira meö það að gera,
nema eftir vaíasömum samningaleiðum.
Þessa afstöðu prestanna tel ég mjög óheppilega. Ferm-
ingin er, að mér virðist, í vitund flestra sem lokaþáttur
barnafræðslunnar, smiðshöggið á barnsárin og barnsupp-
eldið. Þá verður barnið að unglingi, ef svo mætti segja,
og fer að eiga meir með sig sjálft, og aðstandendum þess
fellur af herðum kostnaðarauki, sem skyldunámið var
þeim. Af þessu óska þeir og börnin eftir fermingunni sem
fyrst. Það er því hin eðlilegasta krafa, sem fram getur
komið frá hinu opinbera, að barnið sé ekki fermt fyrr
en það hefur tileinkað sér þann þroslca til líkama og sálar,
er hæfilegt þykir að krefjast af því.
Ég véit að vísu, að barn gétur kunnað svo og svo mikið
í kristnum fræðum og verið að því leyti sæmilega undir
ferminguna búið. En þegar tekið er tillit til þeirrar spurn-
ingar, sem lögð er fyrir barnið á kirkjugólfi og innibind-
ur gildi fermingarinnar, þá tel ég vafasamt, að margir
fullþroska mennirnir, t. d. á aldrinum milli tvítugs og
þrítugs, treysti sér í alvöru til að gefa það heit, sem þar
er gefið. Og það er eðlilegt, af því að það er stærsta spurn-
ingin, sem hægt er að leggja fyrir nokkurn mann, og hún
krefst einlægs svars fullþroska manns, ef hún á að reynast
nokkurs virði.
Fermingin er vígsla til fullkomnara og ábyrgðarmeira
lífs, en ekki hlið til meira frjálsræðis og eftirlátssemi við
sjálfan sig. Mér virðist því meiri ástæða til að bíða með
hana, þangað til hlutaðeigandi þykir orðinn fær til að
kjósa mann í starf eða ganga í hjúskap, heldur en flýta
henni svo, að barnið hafi naumast tíma til að meðtaka
hina lögákveðnu, litlu barnafræðslu. Slíkt hjálpar áreiðan-
lega til að gera ferminguna lítils virði.
Væri ekki.heppilegt, að hófleg kristindómsfræðsla næði
fram yfir gelgjuskeiðið, hættulegasta tímabil mannsæv-
innar ? Páll H. Árnason.