Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 4
138 MENNTAMÁL vig GuSmundsson varð þá skólastjóri hans og var það í sjö vetur.“ „Og þið hafið minnzt þessa 40 ára afmælis unglinga- kennslunnar hjá ykkur myndarlega?" „Ég gat þess í setningarræðu minni. Síðan skýrði einn af fyrstu nemendum unglingaskólans, frú Lára Eðvarðs- dóttir, frá stofnun og starfi skólans fyrstu árin og færði skólanum 2000 kr. að gjöf frá fyrstu nemendunum. Einnig gáfu systkinin, frú Sigríður Jónsdóttir og Kristján H. Jónsson, skólanum 2500 krónur til minningar um látna systur sína, Þorbjörgu Jónsdóttur, en hún og Sigríður voru báðar í fyrsta árgangi nemendanna. Upphæðum þessum á að verja til námsstyrktar fátækum og efnilegum nemendum skólans." „Eru margir nemendur í skólanum í vetur?" „Rúm tvö hundruð.“ „Og þið hafið sæmilegt húsrúm fyrir þennan fjölda?“ „Við höfum mikið og gott húsnæði. Skólahúsið hefur verið stækkað mikið, svo að það er tvær hæðir, 30 metra langt og 14 metra breitt. Á efri hæðinni eru 4 kennslu- stofur í bóklegum greinum fyrir 30 nemendur hver og ein minni fyrir 14—16 nemendur. Þar er líka handavinnu- stofa stúlkna, geymsluherbergi, stór kennarastofa og skólastjóraherbergi. Á neðri hæðinni eru einnig 4 kennslustofur fyrir bóklegar greinar, smíðastofa pilta ásamt efniviðargeymslu, rúmgóð fatageymsla og tvö snyrtiherbergi. I skólanum eru því alls 11 kennslustof- ur, er rúma allt að 300 nemendur." „Ég hef heyrt, að þið á ísafirði látið hin nýju lög um skólakerfi og fræðsluskyldu að einhverju leyti koma til framkvæmda nú í vetur, þótt þau gangi annars ekki í gildi fyrr en 1. febrúar. Er það ekki rétt?“ „Jú, það er rétt. Fyrsta bekk er skipt í tvær deildir með miklu misjafnara námsefni en verið hefur, svo sem gert er ráð fyrir að verði í bóknámsdeild og verknámsdeild.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.