Menntamál - 01.12.1946, Side 17

Menntamál - 01.12.1946, Side 17
MENNTAMÁL 151 ingunum og taka allan byr úr seglum mótspyrnunnar með svo heiftarlegri árás, en aldrei hefur nokkur herstjóri gert vitlausari áætlun. Honum tókst þvert á móti að skapa einhver hin sterkustu samtök, sem um getur verið að ræða í nokkru þjóðfélagi, og gera skóla, kirkju og heimili að skilyrðislausum andstæðingum sínum samtímis og í sama máli. Efni laganna um kennarasambandið var í stuttu máli það, að allir kennarar, sem voru gefnir undir kirkju- og kennslumálaráðuneytið, skyldu vera félagsmenn. Yfirmað- ur hirðarinnar, Orvar Sæther, varð ,,landsleiðtogi“ kenn- aranna, og lögin veittu honum vald til þess að dæma þá kennara fyrir agabrot, sem ekki hlýðnuðust honum í smáu og stóru. Refsingin gat verið stöðumissir, flutning- ur á annan stað, stöðulækkun og þar fram eftir götunum. Lögin um æskulýðsþjónustuna, sem komu samtimis, tóku til allra barna á aldrinum 10 til 18 ára. Þau drógu mjög úr forráðarétti foreldranna og fengu hann í hend- ur forystumanna NSUF. Þetta skipulag átti að láta Quisling í té þúsundir áhugasamra fylgismanna á ári hverju. Blöðin birtu stórkostleg viðtöl og svellandi um- mæli „ráðherra" og hirðforingja, og ekki leið á löngu unz öllum var Ijóst, að tilgangurinn með því að gefa þessi tvenn lög út samtímis var að neyða kennarana til þess að aðstoða hirðina við að gera æskulýð Noregs að nazistum. Yfir sérhverjum kennara, sem færðist undan, vofði aga- brotsrefsing Orvars Sæthers. Það hafði líka þótt vissara að setja í lögin um æskulýðsþjónustuna ákvæði um refs- ingar á þá foreldra, sem rækja vildu foreldraskyldur sínar. Sæther hirðforingi hafði gert grein fyrir æskulýðs- hugsjónum hins nýja tíma í blaðinu „Hirðmanninum“ og haldið þar fram fornheiðnum hugmyndum, sem knúðu kirkjunnar menn til alvarlegra andmæla. Þegar nú átti að nota skólann öðru fremur til þess að túlka þetta

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.