Menntamál - 01.12.1946, Side 34

Menntamál - 01.12.1946, Side 34
168 MENNTAMÁL að vera það mikil, að gefið væri fyrir þær einkunnirnar frá 4—10. Mér þætti líklegt, að sýnishorn sem þessi yrðu mörgum kennurum kærkomin og mundu beint og óbeint stuðla að því, að meiri rækt yrði lögð við ritgerðir barnanna og með- ferð málsins. Þá teldi ég rétt, að ekki væri frá því hopað, að til þess að barn fái fullnaðarpróf, verði það að ná ein- kunninni 5 fyrir réttritunarverkefni, hvað sem ritgerð þess líður. En það mun nokkuð altítt, að léleg einkunn í stafsetningu sé bætt með ríflegri fyrirgjöf í ritgerð. Árni M. Rögnvaldsson. JÓHANN SCHEVING Allt frá fyrstu tímum tslandsbyggðar hefur það þótt góð skemmtun að hlýða á vel sagðar sögur. Eitt af aðal- skemmtiatriðum á mannamótum Forn-íslendinga var að segja sögur. Allir kannast við frásögnina um hinn unga íslending, er fékk að dvelja við hirð Haralds konungs harðráða vetrarlangt, vegna þess að hann kunni að segja sögur. Varð hann brátt vinsæll og hlaut góðar gjafir fyrir sögur sínar. Á síðustu tímum mun það ekki algengt, að sögur séu sagðar á mannamótum. í stað þess kemur upplestur á kvæðum og sögum. Og eigi allfátt fólk kaupir sér kennslu

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.