Menntamál - 01.12.1946, Qupperneq 39

Menntamál - 01.12.1946, Qupperneq 39
MENNTAMÁL 173 verklegrar kennslu í barnaskólum. Börnin voru fyrst um 20 talsins, flest öreigar, munaðarleysingjar og flækingar. Þau undu hið bezta vistinni hjá Pestalozzi og tóku undra- verðum stakkaskiptum á skömmum tíma. Bætti hann þá við sig fleiri börnum, en neyddist til að hætta þessari starf- semi 1780, því að hann skorti fé. Tók hann það mjög sárt. Næstu 18 ár átti Pestalozzi við mestu bágindi að búa. Honum fannst, að lífið hefði dæmt sig óhæfan til að fram- kvæma það, sem honum bjó í huga, en engu að síður var hann sannfærður um, að stefnan væri rétt. Og nú tók hann að leggja stund á ritstörf, þótt hann væri allt annað en sterkur í stafsetningunni. Kvöldstundir einbúans komu út 1780, lítið kver, hugleiðingar um uppeldismál. Þar held- ur hann því fram, að takmark uppeldisins sé að gera barnið að sönnum manni, sem lifi i samræmi við eðli sitt. Uppeldið eigi að vera sniðið eftir barnseðlinu og miðast við þarfir lífsins. Ríka áherzlu leggur hann á nauðsyn ástúðar og umhyggju í uppeldisstarfinu. Árið eftir birtist Lénharður oq Geirþniður. Sú bók er í skáldsöguformi og segir frá því, hvernig góð og skynsöm móðir elur börn sín upp og fær breytt lifnaðarháttum allra þorpsbúa, þar sem hún á heima. Undirstraumur bók- arinnar er sú skoðun, að í uppeldinu verði að leggja grund- völl allra endurbóta, siðferðilegra og efnahagslegra. Margar fleiri bækur ritaði Pestalozzi á þessum árum, þar á meðal Um löggjöf og barnamorð, þar sem hann ræðst rösklega á ýmsa þjóðfélagsgalla, er eigi sök á ófarn- aði einstaklinganna. Pestalozzi varð kunnur víða um Evrópu af ritum sín- um. Stórskáldið Goethe átti tal við hann og franska þingið gerði hann að borgara í hinu nýstofnaða, franska lýðveldi. En sjálfan skorti hann tíðum bæði föt og fæði og — það sem verra var — tækifæri til þess að hjálpa börnum til þroska og betra lífs. Loks kom tækifærið, eftir 18 ár, þegar hann hafði tvo

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.