Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 40
174
MENNTAMÁL
vetur um fimmtugt. Franskur her hafði brennt smáborgina
Stanz 1798, og tók þá Pestalozzi að sér að sjá húsnæðis-
lausum börnum fyrir umhirðu. Honum var fengið hálf-
hrunið klaustur til umráða og eina vinnukonu fékk hann
sér til aðstoðar, en börnin urðu skjótt fjörutíu, — fimm-
tíu, — áttatíu, — rifin, lúsug, horuð, veik, undirförul og
vanþakklát. Hann þreif þau, fæddi þau, hjúkraði þeim,
kenndi þeim og mannaði þau. Áhugi hans og eldmóður var
dæmalaus. Hann vann þarna afrek, sem er einstætt í
allri sögu uppeldismálanna, því að eftir fimm mánuði, þeg-
ar hann varð að hætta vegna þess, að klaustrið var tekið
fyrir hermannaspítala, voru börnin með öllu óþekkjan-
leg, svo miklum framförum höfðu þau tekið í útliti og
framkomu. Hins vegar var Pestalozzi að þrotum kominn
af ofreynslu.
Skömmu síðar er Pestalozzi orðinn aðstoðarkennari
þar, sem heitir Burgdorf, skammt frá Bern. Yfirkennari
hans var skósmiður að iðn, og þótti honum nóg um áhuga
Pestalozzi á starfinu og amaðist við nýbreytni hans í að-
ferðum. Hvarf Pestalozzi þá að smábarnaskóla, sem kona
nokkur stjórnaði. En nokkru síðar var honum fengin
stjórn heimavistarskóla, er komið var upp í gamalli höll
í Burgdorf. Starfaði hann þar um þriggja ára skeið (1801-
1804) og jók enn orðstír sinn. Árið 1801 kom út bók hans
Hvernig Geirþrúður kenndi börnum sínum. Gerist hann
þar eldheitur formælandi alþýðumenntunar, en hún hafði
verið með öllu vanrækt áður. Hann segir meðal annars
í þessari bók, að ekki sé þörfin mest að draga skólavagn
Evrópu fastar en verið hafi, heldur þurfi að fara með hann
inn á nýjar leiðir. Og hann bendir á leiðirnar. Fyrst og
fremst beri að líta á uppeldið frá félagslegu sjónarmiði.
Skólinn sé þó ekki aðeins undirbúningur undir lífið, held-
ur einnig þáttur úr lífinu sjálfu. Ekkert bil megi vera
milli skóla og heimilis, heldur eigi skólinn að vera hlið-
stæða og framlenging heimilisins. Uppeldisfræðingur einn,