Menntamál - 01.02.1948, Side 10

Menntamál - 01.02.1948, Side 10
4 MENNTAMÁL raun um, hve mikill hundraSshluti manna myndar ákveð- ið viðhorf gagnvart öðrum við fyrstu kynni. Hann hefur og athugað eðli þessa viðhorfs og mismun þess eftir kynjum, varanleik þess o. fl. Próf. Rubin (Kaupmannahöfn) hélt fyrirlestur, sem hann nefndi: Ráðgátan um raunveruleika skilnings okkar. Iíann sýndi fram á, hvernig skilningur okkar er háður skynjununum. Veröld frumstæðra manna er að ýmsu frábrugðin okkar veröld. Dýr skynja hlutina öðru vísi en við, og vísindin herma okkur, að hin raunveru- lega veröld sé allt öðruvísi en daglegar skynjanir okkar gefa til kynna. Dr. G. Rasch (Kaupmannahöfn) hélt fyrirlestur, þar sem hann gagnrýndi ýmsar þeirra aðferða, sem notaðar eru við gáfnapróf. Nokkrar umræður urðu um þessa fyrirlestra. f áhugahópum þennan dag voru haldin 16 erindi, og urðu að sjálfsögðu umræður um flest þeirra. Um kvöldið héldu sálfræðinemar hátíð í „Sjálfstæðishús- inu“ en helmingur fundarmanna voru nemendur. Hátíð þessi var hvorki virðuleg né vísindaleg og því góð tilbreyt- ing frá hinum alvarlegu umræðum dagsins. Fimmtudaginn 7. ágúst voru fyrirlestrar með svipuðu sniði og daginn áður. Auk erinda, sem haldin voru í áhuga- hópum, hélt Harald Schjelderup fyrirlestur um sálgrein- ingu og dr. Torsten Husen (Stokkhólmi) fyrirlestur um gáfnapróf. Um kvöldið var þátttakendum gefinn kostur á að sjá Þjóðminjasafnið í Oslo. Snemma morguns föstudaginn 8. ágúst komu stúdent- arnir saman til að ræða sameiginleg áhugamál. Eftir að einn fulltrúi frá hverju landi hafði gert grein fyrir að- stöðu og vandamálum sálfræðinema í heimalandi sínu, urðu nokkrar umræður, og var samþykkt ályktun, sem lögð var fram á almennum fundi síðar um daginn og rædd þar af eldri kynslóðinni. Óskir stúdentanna voru í aðalatriðum þær, að lögð yrði

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.