Menntamál - 01.02.1948, Page 19

Menntamál - 01.02.1948, Page 19
MENNTAMÁL 13 inghamshire. Borgarstjórinn — maður á efri árum — var með silfurskjöld allstóran festan í allgilda keðju um hálsinn. Var það merki stöðu hans. Ég hef sagt hér frá því, hvernig þessum fyrsta starfs- og námsdegi mínum í Nottingham var ráðstafað sökum þess, að hina dagana, sem ég dvaldist þar, var um mjög svipaða tilhögun að ræða. Ég mun því ekki fjölyrða um hvern dag fyrir sig. Mér voru sýndir margs konar skólar: Barnaskólar, ung- mennaskólar, menntaskólar og sérskólar. í hverjum skóla- flokki sá ég mismunandi fjölmenna skóla og mismunandi búna að húsnæði og áhöldum. Það var auðséð, að allt var gert til þess, að ég fengi sem sannasta mynd af högum og háttum skólanna og fræðslu um framtíðaráætlanir í skóla- og uppeldismálum þjóðarinnar. Hin nýja fræðslulög Breta (frá 1944) marka leiðirnar, og virtust mér flestir sammála um réttmæti þeirra. K1 11 á þriðjudag (6. maí) var mér hátíðlega boðið að vera viðstaddur, þegar allt fræðsluráð Nottinghamshire kæmi saman til þess að ræða og ganga frá áætlun um skólabyggingar o. fl. í sambandi við framkvæmd nýju fræðslulaganna (Development plan). Mál þetta hafði verið rætt á fundum fræðsluráðsins og fræðslumálastjórinn und- irbúið og gert áætlanir. Fulltrúarnir í fræðslumálaskrif- stofunni sögðu mér, að þessi áætlun væri eitt þýðingar- mesta málið, sem fræðsluráðið hefði fjallað um á síðustu áratugum. Það var því ekki furða, þótt Mr. Mason biði þess með eftirvæntingu að sjá, hver afdrif tillagna hans yrðu. í fræðsluráðinu (County Council) áttu sæti um 70 manns, karlar og konur úr ýmsum stéttum hvaðanæva úr Notting- hamshire. Fundir allra fræðsluráðsmanna eru aðeins haldn- ir ársfjórðungslega.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.