Menntamál - 01.02.1948, Page 26
20
MENNTAMÁL
virtust samhuga um að notfæra skilyrðin, þótt erfið væru,
sem bezt til hagsbóta fyrir nemendurna. Sýndist mér
starfsgleði kennara og nemenda miklu meiri en við mátti
búast, þegar borin var saman aðstaða þeirra og hinna,
sem höfðu nýtízku skólahús og leikvelli til umráða. Þetta
var lærdómsríkt.
Mun voru þau skólahús fleiri, er ég skoðaði, sem prýði-
lega voru gerð og vel útbúin að öllu leyti. Flest voru þau
í þeim hluta borgarinnar, sem byggðir hafa verið á síðari
áratugum. Meðal þeirra skóla, sem mesta athygli mína
vöktu, var nýr menntaskóli fyrir um 700 stúlkur. (The
Manning School.) Þar voru alls um 30 kennslukonur —
en enginn karlmaður. Verklegt nám skipaði þar veglegan
sess. Allar almennar skólastofur voru á einni hæð, í álmu-
byggingum, en handavinnustofur og bókasafn á 2. hæð
í þeim hluta bygginganna, sem var tvær hæðir. Skóla-
stofur allar voru bjartar og rúmgóðar, en sérkennilegt
þótti mér þar, að enginn skólagangur var innan dyra að
kennslustofum, heldur beint úr skólagarðinum og var gott
regnskýli yfir dyramegin í stað gangs. Ekki mundi slíkt
henta hér, og var það aðeins gert þar í tilraunaskyni.
Aðstaða til alls konar úti- og innileikja var sérlega góð.
Skólinn er í útjaðri borgarinnar.
Sá skóli, sem mér er einna minnistæðastur af öllum
þeim skólum, er ég sá þennan dag, er „The Players School“.
Hann var byggður 1937—40. Þetta eru í raun og veru 6
skólar, sem byggðir eru miðsvæðis í nýju og fjölmennu
hverfi, sem aðallega er byggt handa verkamönnum og
iðnaðarmönnum. Bendir nafn skólans til þess, að vindl-
ingaverksmiðjur Players eigi þarna hlut að máli. Skólar
þessir hafa mjög víðáttumikið landrými til umráða. Allt
eru þetta einnar hæðar hús, flest sambyggð eða samtengd
og koma leikfimissalir, borðsalir o. þ. u. 1. milli sjálfra
skólanna og leikvellir þar inn á milli. Tvö skólahús eru
fyrir smábarnaskóla, 2 fyrir eldri börn og 2 fyrir unglinga.