Menntamál - 01.02.1948, Side 28
22
MENNTAMÁL
Síðasta kvöldið, sem ég var í Nottingham, var ég heima
hjá Mr. Mason í kveðjuskyni. Hann býr ásamt konu sinni
og 12 ára dóttur í útjaðri borgarinnar. Þar var einnig
fulltrúi sá, er umsjón hafði með útlánsdeild skólabóka (les-
flokka) mynda- og kvikmyndasafni fræðslumálaskrifstof-
unnar o. fl. Það er vart miðaldra kona, harðdugleg og
ákveðin. Hún hafði víða farið — m. a. til Þýzkalands á
milli heimsstyrjaldanna. Þegar daman komst að raun um,
að ég hafði dvalizt á sumum þeim stöðum í Þýzkalandi,
sem hún heimsótti þar, spurði hún mig, hvort ég vildi ekki
tala við sig á þýzku. Það væri svo langt, síðan hún hefði
talað það mál. Þótt e. t. v. sé skömm frá því að segja, þá
naut ég þess, að hún hafði mun meir fyrir þýzkunni en
ég. Það var af því, að hún fann þá vel, að það er svo sem
ekki sjálfsagt, að það sé fyrirhafnarlaust að mæla, heyra
og skilja framandi tungur, og á það þá eigi hvað sízt við
enskuna! Nóg um það. Daman ók mér á gistihúsið og
kvaddi mig með: Aufwiedersehen!
Sunnudeginum 11. maí var eigi ráðstafað til annars en
að komast til Leeds. Lagt skyldi af stað kl. 13.37. Sunnu-
dagsmorguninn var eini tíminn, meðan ég dvaldist í Nott-
ingham, sem ég gat ráðskazt með án fyrirframgerðrar áætl-
unar. Að loknum morgunverði labbaði ég um nokkrar
götur bæjarins, leit í búðarglugga og athugaði umferðar-
venjur barna og unglinga. í búðargluggum var margt að
sjá. Virtist þar ekki bera á vöruskorti, en flest var skammt-
að, og sýndi miði á hverju og einu, hve marga skömmtun-
armiða (einingar) þyrfti fyrir hverju um sig. Væntan-
legir kaupendur gátu því vitað, áður en þeir fóru inn,
hve marga miða þeir þyrftu að láta fyrir vöruna og sparað
með því töf og fyrirhöfn í afgreiðslu.
Þegar ég hafði rölt um stræti og torg nokkra stund,
leigði ég stöðvarbíl til þess að fara með dótið mitt á járn-
brautarstöðina. Þar eð dágóður tími var svo til hádegis-
verðar og bílstjórinn talaði um að lítið væri að gera, fékk