Menntamál - 01.05.1952, Page 9

Menntamál - 01.05.1952, Page 9
MENNTAMÁL 47 Vélvirkjun. Þessar breytingar hafa þær óhjákvæmilegu afleiðingar í för með sér, að undirbúningstíminn undir lífsstörfin leng- ist fyrir mikinn hluta unglinganna, hliðstætt því sem áður hafði gerzt varðandi þá, sem bjuggu sig undir embætti. Þjóðfélaginu bætist nýtt verkefni til úrlausnar. Það þarf að sjá fyrir því, að þessi undirbúningstími notist ungling unum vel og giftusamlega. Áður en þessar breytingar gerðust, þekktist varla önn- ur tilhögun á skólauppeldi unglinga en hið bóklega gagn- fræðanám. Hefur undirritaður svo oft leitazt við að sýna fram á, hversu illa það hæfir hinum nýju viðhorfum, að það verður ekki endurtekið hér. En það mátti öllum ljóst vera, að það kostaði nokkurt átak að koma verknámsdeildum á laggirnar. Það er stór- um dýrara að halda verknámsskóla en bóknámsskóla. Um það bil helmingi færri nemendur eru í kennslustund. Verða

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.