Menntamál


Menntamál - 01.05.1952, Qupperneq 19

Menntamál - 01.05.1952, Qupperneq 19
MENNTAMÁL 57 frumbernsku, af því að mjög torvelt er að bæta síðar úr þeim mistökum, sem þá verða á uppeldi þess, er hins vegar brýn ástæða til að vara menn við því að halda, að uppeldi barnsins sé lokið í frumbernsku, og úr því megi bjóða því allt. Á fyrstu mánuðum og árum ævinnar er einungis grundvöllurinn lagður að uppeldi barnsins. Ef hann hef- ur verið rétt lagður, hafa slík börn miklu meira mót- stöðuafl og hæfi til þess að bregðast rétt við örðugum aðstæðum. En ef uppeldinu í frumbernsku hefur verið áfátt, láta slík börn miklu frekar bugast. Börn eru frá náttúrunnar hendi misjafnlega hraust og afburðamikil, bæði líkamlega og andlega. Einstaka barn getur þolað mikil uppeldismistök, eða harðrétti, án þess að það virðist bíða við það varanlegt tjón, en allur þorri barna ekki. Allir kannast við hin frægu orð Rousseaus: Hverfum' aftur til náttúrunnar. Mér virðast fræðimenn bera meira traust til heilbrigðs manneðlis en áður. Traust manna á móður- og foreldrahvötinni hefur aukizt, og mönnum skilst nú betur en áður, hve varasamt það er að grípa í fljótræði og af fáfræði of mikið fram fyrir hendur á náttúrunni. Má hér á það benda, að ýmsir frumstæðir mannflokkar, sem lifa í fyllra samræmi við eðlishvatir sínar en vér, þekkja varla til ýmissa uppeldisvandamála, sem valda miklum örðugleikum í siðmenntuðum þjóð- félögum. Að lokum þetta: Þessi ráðstefna styrkti mig í þeirri trú, að íslenzkir uppeldishættir eru að ýmsu leyti í fyllra samræmi við veigamestu uppeldiskenningar nútímans en uppeldissiðir nágrannaþjóðanna. Ótímabær agi og refs- ingar, einstrengisleg reglufesta er hér fátíðari en með þeim, svo að dæmi sé nefnt. Börn eru hér frjálsari og óþvingaðri en víðast hvar annars staðar. íslendingar hafa og dlltaf lagt megináherzlu á, að börn vaxi upp með móður sinni, eða, ef þess er ekki kostur, að koma þeim í fóstur á einkaheimilmn. Meðal nágrannaþjóðanna eru uppeldis-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.