Menntamál - 01.05.1952, Page 21

Menntamál - 01.05.1952, Page 21
menntamál 59 Kennsla í náttúrufræðum. Mark hennar og mið. Hugvekja þessi er þýdd úr danskri bók, Praktik, hándbog for unge lcerere, 1946. Höf. hugvekjunnar er Albert Bjerre kennaraskólakennari. Leiðbeiningar þær, sem hann ritar þar, um kennslu í náttúrufræð- um eru miklu lengri, en þær eru svo mjög miðaðar við danska stað- hætti, að ekki þótti henta að þýða.þær í heild. Væri það æskilegt, að islenzkur náttúrufræðingur ritaði svipaðar leiðbeiningar fyrir okkur. Um margar námsgreinar er því svo farið, að það er aug- ljóst mál, í hvaða skyni þær eru kenndar, til að mynda skrift, reikning og réttritun. Um náttúrufræðina er öðru máli að gegna. Þeir eru allt of margir, sem láta sér nægja, að í 4. bekk skuli kennt um tiltekin dýr, í 5. bekk um önnur og svo fram eftir götunum, án þess þeir geri sér ljóst, að hverju skuli stefnt með þessari kennslu. Oft og tíðum halda kennarar fast við þær aðferðir, sem þeir vöndust í ungdæmi sínu. Slík kennsla þarf ekki af þeim sökum að vera einskis virði, en henni er gjarnt að verða ópersónu- leg og vélgeng. Rétt viðhorf til kennslu sinnar öðlast kenn- arinn þá fyrst, þegar hann gerir sér ljóst, að hvaða marki hún skuli miða og leggur sig fram um að hugsa það mál á persónulega vísu. Hvers vegna er verið að kenna náttúrufræði ? Hvers vegna eiga börn að vita eitthvað um halakörtur, broddgelti, krónublöð og frævla ? Algengast mun að rökstyðja það á þá lund, að „hver maður verði að kunna einhver skil á þessu“. Margur kenn- ari velur kennsluefni sitt og hagar kennslu sinni í sam- ræmi við þessa meginreglu. Af þessu stafar öll sú ógæfa, sem þjakar kennsluna í náttúrufræðum — jafnt sem í

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.