Menntamál - 01.05.1952, Síða 23

Menntamál - 01.05.1952, Síða 23
menntamál 61 viðbrögð þeirra gagnvart návist mannanna. Við þetta bæt- ist, að miskunnarlaus náttúran bakar dýrunum oft ógur- legar þjáningar. I þessu efni á mannleg góðvild hlutverki að gegna. Það væri göfugt markmið, sem kennslunni í nátt- úrufræðum væri sett, ef börnunum væri kennt að vera góð við dýr — og jurtir líka. Maðurinn vex af hverju góðu verki, svo er því og farið um barn, sem hefur farizt vel við eitthvert dýr, það er sjálft betri maður á eftir. Vert er og að benda á það, að bæði þessi markmið, vakning áhugans og að kenna börnum að vera góð við dýr, miða að hinu sama. Vísasti vegurinn til að láta sér þykja vænt um mann eða skepnu er að gera henni eitthvað gott, og ef áhugi manns vaknar á einhverju, fer manni að þykja vænt um það og langar til að vera því góður. Einhverjir mundu gera þá athugasemd, að til séu skað- samleg kvikindi, sem við eigum að útrýma. Að sjálfsögðu eru til dýr, sem eru keppinautar okkar og af þeim sökum „skaðvænleg." En meðal manna eru einnig til keppinaut- ar eða hreinir og beinir glæpamenn, án þess að það komi í veg fyrir, að við reynum að auðsýna mönnunum gæzku og beita eins mannúðlegri nauðvörn og kostur er. Sá óvandi hefur náð mikilli útbreiðslu meðal kennara í náttúru fræðum að kalla þau dýr „skaðleg“, sem eru keppinautar okkar í lífsbaráttunni, en það er í rauninni hið sama og að þau séu útlæg og því megi beita þau hvers konar grimmd. Af þessu stafar m. a. sú óhæfa, að börn hafa verið hvött til að veiða og drepa grátittlinga. Með þessu móti hafa menn getað komið nokkrum grátittlingum fyrir kattarnef, en ætli börnin hafi sloppið án þess að bíða nokkurt tjón? Að minnsta kosti er það dálítið furðuleg uppeldisaðferð. 1 þeirri grein fræðslulaganna, sem fjallar um mark og mið skólastarfsins, er uppeldishlutverk skólanna talið á undan fræðsluhlutverkinu, og því ætti að leyfast að gera hið sama, að því er varðar kennsluna í náttúrufræðum. En að sjálfsögðu leiðir það ekki af því, að menn eigi að láta

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.