Menntamál - 01.05.1952, Page 27

Menntamál - 01.05.1952, Page 27
menntamál 65 Sjöholm 75 ára. Börn og blóm og bækur — og Sjöholm. Mér finnst vart hægt að hugsa sér Sjöholm nema í barnahóp og blómahafi, enda hefur hann lengst ævi sinnar dvalið og unað sér í slíkum félagsskap. Þar naut hann sín til fulls, börn og blóm voru vinir hans. Sjöholm er einn þeirra fáu manna, sem eru kenn- arar af guðs náð. 1 skóla- stofunni var hann í essinu sínu, þar var glaumur og L. Gottfrid Sjöholm. ^eði, leikur og starf. Þar ríkti hamingja og starfs- áhugi. En Sjöholm vann ^íðar en þar. Hann mun bera einna hæst barnakennara á Norðurlöndum, og áhrifa hans hefur gætt víðar í starfs- háttum barnanna. Hann hefur haldið um 170 námsskeið á Norðurlöndum, þar af eitt hér á landi 1946. Hann hefur Ntað 30 bækur og ýmsar þeirra eru í mörgum heftum, skrif- •að um 50 ritgerðir í bækur og yfir 300 greinar í blöð og tímarit. Flestar ritsmíðar hans eru um skólamál og skóla- Oienn. Má af þessu sjá, hversu mikill afkastamaður hann er- Og enn skrifar hann, enn er hann fullur af áhuga og starfsgleði, þótt hann hafi orðið 75 ára 4. apríl s. 1.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.