Vorið - 01.09.1945, Page 5

Vorið - 01.09.1945, Page 5
6? V O R I Ð uð í hug. Við skulum látast vera alþingismenn og leika fund á Al- þingi. Hvernig lízt ykkur á það, krakkar? "ARL: Mega stúlkur vera þing- menn? MAMMA: Já, já, María má líka vera þingmaður. GUNNAR: En hver á þá að vera forseti? KNÚTLJR: hað er bezt að ég sé for- seti, því að ég er elztur. MAMMA: Forsetar eru æfinlega kosnir, og það er bezt að hafa það eins nú. MARÍA: Jæja, ég legg jrá til, að Knútur verði forseti. MAMMA: l>að er stungið upp á Knúti sem forseta. Þeir, sem samþykkja það, geri svo vel og rétti upp hönd. Allir rétta upp höndina. MAMMA: Jæja, þá er Knútur kos- inn forseti og nú tekur hann við stjórninni. Það er bezt að hann setjist hérna við borðið, en þing- mennirnir taka sér sæti hérna fyrir framan hann. Knútur tekur sér sæti við forseta- borðið, en hinir flytja sig á stólana fyrir framan það. KNÚTUR (stendur upp og ræskir sig): Háttvirtu þingmenn, hum, hum. Þá er þingfundur settur. En ,mig vantar víst bjöllu eða hamar til að geta stjórnað fund- inum. Kalli, farðu fram og sæktu annað hvort bjöllu eða hamar. Það verður fundarhlé á meðan, en þingmenn eru samt beðnir að sitja kyrrir. Karl stendur upp og gengur fram, en kemur aftur inn að vörmu spori með sleif og fær forsetanum. FORSETINN (ber með sleifinni í borðið): Jæja, þá hefst fundur aftur. Háttvirtir þingmenn eru beðnir að taka til máls, ef jreii liafa eitthvað að segja. KARL: Herra forseti! EORSETI (hendir ínömmu sinni að koma og hvíslar): Hvað á ég nú að segja? (Mamma hans hvísl- ar einhverju að honunr). Hátt- virtur þingmaður, Karl Bjarna- son, tekur til máls. KARL: Þegar ég var á leiðinni hingað í þingið, sá ég drengi, sem voru að leika sér að Jrví að henda steinum í fuglana hérna frammi á höfninni. Ég legg til, að þetta verði bannað með lögunr og drengjum, sem eru vondir við fugla, verði refsað. (Sezt niður). FORSETINN: Vilja menn ræða jretta mál? MARÍA: Herra forseti! FORSETINN: Háttvirt alþingis- kona, María Bjarnadóttir, tekur til máls. MARÍA: Ég vil gera jrá breytingu \ ið Jressa tillögu, að |rað sé bann- að að hrekkja og fara illa með dýr yfirleitt. Ég legg því til, að mönnum verði gert að skvldu að vera góðir við öll dýr, en ef ein- hver brýtur þau lög, þá verði honum refsað.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.