Vorið - 01.09.1945, Síða 7

Vorið - 01.09.1945, Síða 7
V O R I Ð 60 GUNNAR: Þegar ég var að koma heim úr skólanum í gær, sá ég drukkinn mann vera að slaga eft- ir götunni, og seinast datt hann í forina. Mér þótti þetta ekki fallegt. Líka veit ég til, að pabbi hans Ola á Bakkanum drekkur mikið, og þegar hann kernur drukkinn heim, ber hann konuna sína og börnin, svo að þau verða að flýja. Eg man líka eftir, að ég sá það einhvers staðar í blaði, að drukkinn bílstjóri hefði ekið út af veginum, svo að margt fólk slasaðist. Af öllu þessu vil ég láta banna allt áfengi. Það gerir aldrei nema illt. FORSETI: Háttvirtir þingmenn hala heyrt ræðu þingmannisns. Vilja ekki einhverjir taka til máls um tillöguna? SVEINN: Herra forseti! FORSETI: Herra alþingismaður, Sveinn Sveinsson, tekur til máls. SVEINN: Ég er alveg á sama máli og síðasti, háttvirti þingmaður, en ég vil líka láta banna allt tó- bak. Eg þekki nokkra stráka, sem farnir eru að reykja. Það eru verstu strákarnir í skólanum, Það er óhollt að reykja, og það kostar mikla peninga að nota tóbak. FORSETI: Þetta eru góðar tillög- ur. Vilja fleiri taka til rnáls? (Þeg- ir litla stund). Annars virðist mér, að þetta gæti verið eitt frumvarp, ef háttvirtir þingmenn hafa ekkert á rnóti því. (Gunnar og Sveinn rétta honum tillögur sínar). Þetta gæti þá verið svona (les): Erumvarp til laga um bann við sölu á áfengi og tóbaki. 1. grein: Hér eftir má hvorki flytja áfengi til landsins eða búa það til í landinu. — 2. grein: Einnig er bannað að flytja tóbak inn í landið, enginn má heldur búa það til. — 3. grein: Ef einhver brýtur þessi lög, skal hann greiða allt það tjón, sem hlýzt af drukknum og reykjandi mönn- um. Þeir, sem eru þessu sam- þykkir^geri svo vel og gefi merki með hægri lrönd. (Allir rétta upp höndina. Forseti telur atkvæðin). Frumvarpið er áamþykkt í einu hljóði. Liggja þá fyrir fleiri mál? BUI: Herra forseti! FORSF.TI: Herra alþingismaður, Búi Jónsson, tekur til máls. BUI: Okkur hefur verið sagt það, bæði heima og í skólanum, að við mættum ekki blóta. En samt hef ég heyrt nokkuð rnarga drengi í skólanum tala ljótt, og ég hef h'ka heyrt stelpurnar blóta. Nú legg ég til, að öllum verði bann- að að blóta, fullorðna fólkinu líka. því að af því lærum við þennan ósið. AJlir menn eiga að tala fallegt mál. (Réttir forseta tillöguna). FORSETT: Vilja háttvirtir þing- menn ræða þessa tillögu? BOLLI: Herra forseti! FORSETI: Háttvirtur alþingsmað- ur, Bolli Jónsson, tekur til máls. BOLLI: Ég legg til að öllum verði

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.