Vorið - 01.09.1945, Qupperneq 19

Vorið - 01.09.1945, Qupperneq 19
V O R I Ð 81 og Gráni hafði sagt. En þegar hann kom í þriðja herbergið og sá prins- essuna, sem var ímynd fegurðarinn- ar, þá nærri gleymdi hann ráðum vinar síns, svo var hún töfrandi. En hann áttaði sig þó og gekk inn í f jórða herbergið. Þar sá hann kerl- inguna ljótu og nornarlegu og tók kana með sér. En í sama bili og þau komu út úr höllinni, breyttist hún og varð nú fegurri og yndislegri en nokkur hinna. Jósef fór með liana lieim til kóngshallar og afhenti kóngi hana með rhiklum trega. — Kón gur var nú í sjöunda himni af gleði og mjög ánægður með Jósef. Hann gerði kunnugt, að hann ætl- aði að eiga prinsessuna fögru. Skyldi halda brúðkaup innan fárra daga, og var hafður mikill viðbún- aður. En þar sem Jósef var ungur °g t’ríður, en kóngur sjálfur farinn að eldast, þá varð hann hræddur l|m konuefni sitt fyrir honum. Hann var ckki lengi að hugsa um, kvað gera skyldi og ákvað, að Jósef skyldi deyja. Þegar Jósef fékk að ' ita þetta, varð hann lafhræddur, því að hann sá engin ráð til að sleppa. F.n af því að hann hafði 'eynzt trúr og dyggur Jijónn, skyldi kann sjálfur niega kjósa sér dauð- daga. Þegar liann hafði fengið að 'ita allt þetta, gekk liann hryggur mður í hesthús til Grána gamla og sagði honum allt um ákvörðun kóngs. Og gamli, tryggi klárinn hughreysti hann og sagði: „Segðu kóngi að láta smíða ketil. Hann skal vera svo stór, að þú getir riðið í gegnum hann. Láttu svo fylla ketil- inn með mjólk og hita hana, þar til hún sýður. Þá skalt ]iú fara á bak mér og ríða inn í ketilinn." Jósef gerði eins og Gráni sagði, og féllst kóngur á að gera svo. Aðalatriðið var það, að Jósef dæi með einhver j- um hætti. Þrem dögum síðar stóð stór ketill niðri f hallargarðinum. EÍdur logaði undir honum, og mjólkin bullsauð. Kóngur og hirð- fólkið var viðstatt. Jósef stökk á bak Grána sínum og reið niður í ketilinn.'Á augabragði hurfu þeir báðir á kaf í sjóðandi mjólkina. En ekki leið á löngu, þar til er þeir komu aftur út hinum megin snar- lifandi og óskemmdir. Og svo voru þeir breyttir, að fólkið þekkti þá varla. Jósef líktist hel/.t ungum, glæstum kóngssyni, en Gráni gamli halði kastað ellibelgnum, og hafði enginn séð jafn-fagran og föngulegan liest, sem hann vat nú. Kóngur varð brjálaður af öfund, cr hann sá þetta. Hann skipaði þegar að koma með be/.ta hestinn sinn, steig á bak og knúði hann inn í ket- ilinn, niður í sjóðandi mjólkina. En báðir sukku þeir til botns og komu aldrei upp aftur. Ilirðfólkið og aðallinn gladdist við dauða kóngsins, því að hann hafði alltaf farið illa með þegna sína. Og nú var Jósef valinn til konungs í hans stað og fékk gullkórónu á höfuðið. Eins og geta má nærri, gekk liann að eiga prinsessuna fögru, er hann

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.