Vorið - 01.09.1945, Page 22

Vorið - 01.09.1945, Page 22
V O R I Ð SNORRI SIGFÚSSON: Á Tröllaheiði. Við vorum komnir í skíðaskálann og búnir að skafa ai: okkur snjóinn. Skíðafærið var ágætt og veðrið stillt og bjart. Það hafði verið hríð- arveður um daginn, þegar við lögð- urn af stað, og tvísýnt útlit, en fór batnandi, er kvölda tók. Við höfðum búið okkur vel, klæddir því nær eingöngu ullarföt- um frá hvirfli til ilja, með luið- jrykka ullar-belgvettlinga á höndum og rúmgóða skó á fótum.. Og þá voru höfuðfötin heldur ekki neitt óhræsi, skal ég segja ykkur. Það voru íslenzkar skinnhúfur með prjónuðu ullarfóðri og huldu því nær allt höfuðið nema augu, munn og nef. Sá, sem er þannig lniinn, getur ókvíðinn lagt út í tvísýnt veður. Þá er aðeins að gæta þess að ofþreyta sig ekki og reyna að halda réttri stefnu. Og sá, sem villist, á strax að grafa sig í fönn. Það er hættulaust fyrir vel búinn og lítt þreyttan mann. Þetta hafði Fjalla-Fúsi marg sagt okkur strákunum, og hann mátti úr flokki tala, ]>ví að lrann hafði oft: PABBI: Nei, Jretta cr otur. Hvað er bann að gera? DENGSI: Að borða fisk og kartöfl- ur. PABBI: Nei, ekki kartöflur, bara fisk. Hvað er jretta? DENGSI: Með nefið sitt. PABBI: Nei, þetta er nashyrning- ur. Mundu nú það. DENGSI: Já, nashyrningur. Fg skal muna það. PABBI: Hvaða stóra dýr er þetta? DENGSI: Þetta er fíll með krakk- ann sinn. PABBI: Það er alveg rétt. En þetta? DENGSI: Þetta er lréri, og hann er að detta. PABBI: Rétt, en hann er ckki að detta. Hann hleypur bara svona hart. En hvaða fugl er jretta? DENGSI: Kroppaðu með mér, krunk, krunk. PABBI: Já, þetta er krummi. En livaða fugl er þetta? DENGSI: Köngurló. PABBI: Nei, góði minn. Þetta er lóa, mundu nú það. DENGSI: Já, ég mundi að j>að var cinbver lóa. PABBI: Jæja, þetta er nú nóg í dag. Svo skulum við skoða dýrin bet- ur á morgun. E. S.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.