Vorið - 01.09.1945, Qupperneq 24

Vorið - 01.09.1945, Qupperneq 24
86 VORIÐ þar sem hann hafði verið gestur læknisins um tíma, en var nú á heimleið. Enginn okkar þekkti hann, en samt var hann að sjálf- sögðu velkominn í hópinn. iÞó leizt okkur ekki sem bezt á útbúnað hans, og verst af öllu á, að hann var skíðalaus og aftók með öllu að fá skíði, því að liann kynni alls ekki að ganga á þeiin. Annars var maðurinn ekki órösk- legur að sjá, fertugur að aldri, hét Gunnar og fékkst við einhvers kon- ar verzlunarstörf. Og nú var haldið af stað. Tröllaheiði er ekki skemmtilegur fjallvegur, eins og þið vitið, bæði há og vandrötuð,. og talið er, að rösklega sé gengið, ef yfir hana er komizt á 6—8 klukkustundum. Fram dalinn var þæfingsófærð, en gott skíðafæri. Fundum við brátt, að Gunnar tafði för okkar og mundi þó tefja meir, þegar brekkan tæki við. Er upp úr dalnum kom, var snjó- lagið þannig, að rifið hafði af hól- um og holtabörðum, sem sumar göturnar liggja eftir, og var þar því nokkur berangur, en norður undir fjöllunum var meiri snjór og auð- sjáanlega betra skíðafæri. Kom okk- ur því saman um, að við, sem á skíðum vorum, skyldum fara nyrðri leiðina, en Gunnar liina. Myndum við sjá ltver lil annars, og hittast síðan austan í heiðinni. En \rd vildi Jóhannes fyrir hvern mun fylgja Gunnari, hvernig sem á því stóð, enda kvaðst hann þá ætla að draga skíðin, og væri það alveg eins gott fyrir sig. Varð þetta svo að vera, og hélt nú hver sína leið. Gekk nú allt vel um stund og bar ekkert til tíðinda. Samt þótti okkur Vigfúsi, að lelögum okkar sækjast seint leiðin suður á holtunum. Virt- ist okkur, er á leið, að þeir þyrftu nokkuð oft að staldra við og hvíla sig. Og jafnvel þótt við gengjum löturhægt, urðum við samt að nema staðar við og við, til Jaess að fara ekki fram úr þeim. Loks hurfu þeir sjónum okkar bak við allstóran ás, er á milli okk- ar var. Settumst við þá niður, feng- um okkur bita af nestinu okkar, og man ég, að Vigfús talaði þá eitt- hvað um, að sér litist ekki á veður- útlitið, enda hafði syrt nokkuð að, er á daginn leið. Er við höfðum matazt og hvílzt var haldið af stað, og gengum við nú í einni striklotu austur á heiðar- brún, og bjuggumst þá við að sjá til telaga okkar uppi í ásnum, eða hitta þá á heiðarbrúninni. En hvorugt varð. Veðrið versnaði óðum og frostið óx. Hefðum við nú verið allir þarna, var ekki annað en steypa sér á skíðunum ofan í dal- inn, og var þá leiðin greiðfær og örugg til byggða. En nú stóðum við þarna og biðum eftir félögum okkar, sem við sáum hvergi, og máttum þá og þegar búast við grenjandi stórhríð. Þegar köll og hróp dugðu ekki,

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.