Vorið - 01.09.1945, Side 30

Vorið - 01.09.1945, Side 30
92 VORIÐ tóku þau bæði Storm og Rigningu upp úr ílátunum og létu þau undir bert loft. Þegar tekið var ofan af sánum, var Rigning í andarslitrun- um, og hefði kona hans ekki verið eins fljót og liún var, að skvétta framan í hana fullri ausu af köldu vatni, þá hefði hún dáið út af. Og þá væri jörðin nú líklega ekki ann- að en eyðisandur og allir hefðu dáið hinum sárasta dauða, dáið úr þorsta. Nú komu vindbelgirnir litlu og heilsuðu föður sínum, og því lengi^r sem þeir flögruðu í kringum hann, því meir lifnaði hann við og fór að púa í skegg- ið. Líka fundu nú regnbelgirnir móður sína aftur og hafði hún öll lifnað við, þegar hún fann kalda vatnið renna niður eftir sér. Þá lá vel á loftöndunum litlu. En þau föðmuðust eins og hjón, Stormur og Rigning, lyftust upp frá jörð- inni og liðu upp í loft. Sungu þá allir fuglar af gleði. Hans malari stóð þegjandi og horfði á þetta, og það var liann fegnastur maður á ævi sinni, er 'hann sá að hjúin lifnuðu svona við. Þá kallar Stormur til Elans, svo að suðaði fyrir eyrum hans: . „Sjáðu nú, heimskinginn þinn, hve fáyíslegt það er að ætla sér að sigra náttúruna með hrekkjabrögð- um. Þú átt að berjast við hana með ærlegu móti, eða bíða þangað til hún lætur undan af sjálfsdáðum. Vindur og regn koma ókölluð, þegar menn þurfa þeirra með, því að gjörvöll nátúran þjónai' þörf- um mannanna. Vertu irúsæll.Hans, og mundu, hvað ég hef sagt þér.“ Að svo mæltu liðu bæði í háloft og fylgdi þeim allur barnaskarinn. En Hans malari horfði lengi á eftir jreim með konu sinni og börnuro. Vindur blés og regnið streymdi niður, því að nú lá vel á veðurönd- uin náttúrunnar. En upp frá þeim degi er svo að sjá sem jreir minnist óráðvendni mannsins, ]n í að dög- um saman láta þeir stundum skýin hanga yfir höfðum manna, án þess að þau gefi frá sér nokkurn sval- andi andvara, eða einn frjóvgandi dropa. Vér möglum löngum yfir því, en gætum jress ekki, að það ev allt að kenna Hans malara og hans líkuiri. (Ungs manns gaman 1852). Óska eftir bréfaviðskiptum við jafnaldra sína einhversstaðar a landinu: Arnbjörg Sveinsdóttir (12 ára), Þverhamri, Breiðdalsvík. Geirlaug Þorgrímsdóttir (10 ára), Selnesi, Breiðdalsvík. Brynhildur Guðmundsdóttir (H ára), Nýpukoti, Víðidal, Húna- vatnssýslu. Einar Þór Þorsteinsson (16 ára), Löndum, Stöðvarfirði.

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.