Vorið - 01.09.1945, Síða 33
VORIÐ
95
niður? Og svo er ég líka hrædd um
að mönnum sé farið að leiðast eftir
ntér.“
Þá skellihló karlinn og sagði:
’.Ha, ha, það verður nú ekki af því,
góða mín, því að hérna áttu nú að
vera á meðan þú tórir.“
Eg gekk eftir karlinum, en hann
lét sig ekki.
Þegar allir voru sofnaðir um
kvöldið, fór ég að leita að stiganum.
Eg leitaði lengi, lengi þangað til
ég kom að hlera í gólfinu.
Eg opnaði liann og þar var stig-
nin. Það var nefnilega stigi, sem
hægt var að draga sundur og saman.
Eg negldi nú niður staur og batt
stigann við hann og fór að ganga
’tiður. E n þegar ég var komin alveg
;i endann á stiganum, þá náði hann
c'kki niður, því að tunglið var
hasrra á lofti en þegar ég fór upp.
Eg lét mig þess vegna detta, en
|);ið var lengra en ég bjóst við. Ég
sveif í lausu lofti, þangað til ég konr
niður á eitthvað hart. Og þá vakn-
aði ég við það, að ég datt niður úr
vtiminu og niður á gólf.
Lilý Adamsdóttii .
★
Vaglaskógur.
^ vordegi björtum ég Vaglaskóg leit,
er vaknaði jurtin á bala.
Og snaerinn var horfinn úr sérhverri sveit
a sjávarströnd jafnt og til dala.
Þá fuglarnir kváðu sinn fegursta söng,
beir fjölda af ljóðunum kunnu.
Ég heillaður gekk inn í hlynviða göng
í hjartanu ylgeislar brunnu.
Þarna var friður og þarna var kyrrð,
í þögulum bjarkanna sölum.
En ærslabrögð heimsins ei úti’ eru byrgð
þar úði af sprundum og hölum.
I frístundum sínum oft flýja menn torg,
og flykkjast í Vaglaskóg allir.
Burtu frá skemmtan og skarkala borg
í skógarins ilmandi hallir.
Blærinn strauk þýðlega bjarkanna krans,
svo bylgjuðust skóglaufin grænu.
Það var sem þær kinkuðu kolli til manns,
og kvökuðu þrestirnir vænu
þar uppi í greinunum áttu sér bú
og önnuðust börnin sín smáu.
Karlarnir drógu að dagverð með trú,
en „dömur“ í hreiðrunum lágu.
Fnjóskáin þýðlega orti sinn óð,
hún orti um fegurð og blíðu.
Hún vökvaði blómin á bakkanum hljóð
með blátæru vatninu þýðu.
Og niðurinn barst upp í bjarkanna göng,
og blandaðist fuglanna kvaki.
Og heyri ég ennþá hinn heillandi söng
hátypptum fjöllum að baki.
Með söknuði ég kvaddi hinn söngríka
skóg,
þá sólin til vesturs var gengin.
Og voldug hún dýrðlega draumblæju óf
um dalsfjöllin háu og engin.
Af heiðinni björtu ég horfði um stund
yfir hýran og svipfríðan dalinn.
Þar sá ég við blasa hinn litauðga lund,
af löngun var hugur minn kvalinn,