Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 5

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 5
V O R I Ð 83 Báturinn hélt áfrarn á fullri ferð. Maðurinn hafði augljóslega sofnað og lagzt þannig á sveifina, að stýrið beygðist rnikið til vinstri. Eina ráð- ið var að einhverjir færu nú eins framarlega og fært væri á Teng- urnar og reyndu að öskra svo hátt að maðurinn vaknaði næst þegar hann rynni fram hjá, — ef hann þá slyppi fram hjá. Uú, og ef hann slyppi ekki, myndi báturinn brotna, og þá yrði að reyna að bjarga manninum. Tveir fullorðnir karlmenn voru komnir fram á Tangaendann. Nokkrir hálffullorðnir strákar fylgdu þeim fast eftir. Allir voru yfir sig æstir og hræddir um að slys myndi verða. Báturinn tók þriðja hringinn og færðist áreiðan- lega nær landinu. Hann virtist fyrst myndi rekast á sker eitt mikið, spölkorn frá, en slapp við það og gat nú varla annað en lent á Töng- unum, rétt þar sem piltarnir stóðu. Þeir öskruðu og kölluðu af öllum kröftum. Báturinn rann fram hjá svo nærri, að við sjálft lá, að kalla mætti upp í hann, en maður- inn vaknaði líka við köllin, leit óttasleginn í kringum sig, en var furðanlega fljótur að átta sig á kringumstæðunum og greip fast um stýrissveifina. Báturinn sveigði hæfilega frá landi, en hélt svo áfram inn fjörðinn, eins og ekkert hefði í skorizt. Marga furðaði á því, að hann skyldi ekki einu sinni þakka fyrir hjálpina, en kannski hefur honum ekki verið ljóst, að hann hefði fyrir neitt að þakka. Áreiðanlegt er þó, að þarna hefði orðið slys, sennilega dauðaslys, hefði báturinn farið enn einn liring. Alkunnugt er, hve vélahljóð er svæfandi, og hve þreyttum mönn- um hættir við að sofna, ef þeir sitja eða hallast upp að einhverju, og eru einir á verði við gangvél. Eftir að Óli varð vélamaður í stóru skipi, mundi hann þetta at- vik greinilega, og lét það verða sér til varnaðar. Enginn má nokkurn tíma sofna við stýrið. Jóhannes Óli. GÁTUR: 1. Allir vilja eiga mig og að mér henda gaman, niður við mig setja sig og sýna mig þá að framan. 2. Taktu einn staf framan af þriggja stafa orði, sem merkir eyðu. Þá verður það að óþrifalegri vinnu. 3. Bættu einum staf framan við og öðrum aftan við þriggja stafa orð, sem táknar hátíð, og þá verður úr þvl algengur fatn- aður. 4. Ivringlótt eins og kaka, svört eins og moldin, en með langt skott. Hvað er það?

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.