Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 28

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 28
106 V O R I Ð en hún vissi af, sat hún við hliðina á Toníu á vegarbrúninni og sagði henni allt saman. — Þetta er slæmt, sagði Tonía. — Taktu nú eftir því, semégsegi og gleymdu því ekki. Efst uppi á háu fjalli er tjörn og í miðri tjörn- inni vex dásamlega fallegt, blóð- rautt blóm. Þetta blóm er gætt þeim eiginleika, að ef það er soðið í vatni, þá bætir vatnið úr öllum sjúkdómum. En fáir vita um það, og færri eru færir um að finna það, því að vegurinn þangað er bæði erfiður og hættulegur. Þá spurði Belinda: En hvernig get ég, sem er blind, komist þangað? — Af því að þú ert góð stúlka, þá vil ég hjálpa þér, sagði gamla konan. — Ég skal senda með þér litla ,hvíta hundinn minn. Hann er vitur og mun geta vísað þér leið. Fylgdu honum eftir, og láttu þig engu skipta það, sem þú heyrir á kringum þig og vertu óhrædd, þá mun enginn gera þér neitt. Svo kallaði hún á hundinn og hann kom hlaupandi. Belinda þakkaði Toníu innilega og ákvað að fara. En fyrst fór hún til Rudi og sagði honum, hvert hún ætlaði. Ilann vikli fyrst ekki leyfa henni að fara, en hún var ákveðin í fyrirætlan sinni. Húnkvaddihann með kossi og lagði svo af stað. Hún gekk lengi, lengi. Loks fann hún, að greinar börðust í andlit henni. Þá vissi hún, að hún var komin inn í töfraskóginn. Þar var fullt af villidýrum. Það brakaði í greinum allt í kringum hana og snarkaði í þurru laufi og öskur óargadýra fyllti loftið. Belinda mundi hvað Tonía gamla sagði Þess vegna gekk hún áfram hug- rökk og barðist á móti hræðslunni, þó að hún fyndi dýrin strjúkast við sig í myrkrinu. En ekkert þeirra gerði henni neitt. — Hver ert þú, auma mann- skepna, sem gengur hér um í myrkri? var sagt við hana með djúpri rödd. — Belinda heiti ég, svaraði stúlk- an hressilega, þó að röddin væri svo sterk og skipandi, að hún skalf af ótta. — Og hvaða erindi áttu hingað? — Ég er að leita að blóðrauða blóminu handa unnusta mínuin, sem galdrakerlingin í skóginunr hefur lagt á álög. — En veiztu þá ekki, að hver senr villist í töfraskóginum lrlýtur að deyja? spurði röddin aftur. — Kærleikurinn deyr aldrei, svaraði Belinda. — Ef þú ert hús- bóndi hér í töfraskóginum getur þú drepið mig, en þú getur líka lofað mér að halda áfram. — Vel sagt, mannsbarn, sagði ókunna röddin. — Af því að þú berð k'ærleik í hjarta, vil ég upp- fylla bæn þína. En hundurinn þinn verður að bíða hjá mér, þar til þú kemur aftur. Ég skal útvega þér

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.