Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 21

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 21
V O R I Ð 99 æska, nútímaæska. (Starir fram fyrir sig, snýr sér síðan að Bót- hildi með hvössu tilliti.) DIDDA (til hliðar): Hana, nú springur sprengjan. MARKÚSÍNA: Bóthildur, þetta legst illa í mig. Barnið gott, — skynsemi mín segir mér, að þú vitir hvernig stendur á þessum rjómakökum. Segðu sannleikann — var það af þínum völdum, að þessi götustrákur.. . . DIDDA: O, Alli er mjög duglegur piltur, ég þekki hann vel, hann býr við sömu götu og ég. MARKÚSÍNA: JÞú þekkir hann - kannski það sért jrú, sem hefur pantað rjómabollurnar? Nú, segðu satt. Hvernig stendur á þessu? DIDDA: Hann kom hér áðan með bókaböggul, og svo — svo bað ég hann að kaupa bollurnar handa mér og fleygja þei.m inn um gluggann. MARKÚSÍNA: Fleygja inn — aldr- ei hef ég heyrt annað eins. En hvað ég vildi segja, þú tókst ekki með meiri alvöru þessari refs- ingu ,sem ég lagði á þig en svo, að þú fórst að hugsa um rjóma- kökur og sælgæti í mínu eigin herbergi — og þar á ofan að nálg- ast það á þennan — þennan ein- stæða hátt. Bóthildur, þetta er ofar mínum skilningi. DIDDA: Ó ,ungfrú, ég ætlaði ekki að gera neitt ljótt. MARKÚSÍNA: Hér duga engin undanbrögð. DIDDA: Ó, elsku góða, ungfrú Markúsína. MARKÚSÍNA: Það er árangurs- laust, Bóthildur, þú gerir eins og ég hef sagt þér. (Fer með boll- urnar.) DIDDA (stappar í gólfið): Uh, nei, þetta þoli ég ekki. Nú kemst ég ekki á dansleikinn hjá Elsu, — og ballkjóllinn minn var alveg tilbúinn, hann er svo draumsæt- ur. — Þessi andstyggilega Markúsína. (Horfir í kringum sig.) Konungsættina les ég alls ekki ,hvað sem tautar og raular. (Kemur auga á böggulinn, sem Alli kom með.) Heldur athuga ég hann þennan, ég hef þá eitthvað að gera á meðan. (Tekur utan af bókunum, les nokkur bókaheiti. Stærðfræði eftir Krókdal, prófes- sor, — sú er víst skemmtileg, — Saga Rómar eftir Nikólínu Njáls — já, það er vinkona og andleg frænka Markúsínu, þá veit ég nú hvernig bókin er. (Tekur upp flösku með gúmrní- lími. Horfir á hana litla stund meðan hún heldur á henni. Gengur hægt að ruggustólnum.) Didda litla, þetta var ekki falleg hugsun. Já, en hún lét mig sitja eftir, og þar að auki tók hún rjómabollurnar mínar — auðvit- að ætla þau að gæða sér á þeim, hún og prófessorinn, með kaff-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.