Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 35

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 35
V O R I Ð 113 „Ég ætla bara að litast um í ver- öldinni,“ sagði Sprettur litli. „Þú ert of lítill til að fara aleinn út í heim,“ sagði grísinn. „Nei, ég er ekkert of lítill,“ sagði Sprettur. „Ég get gert allt. Ég get flogið upp í himininw og dansað við tunglið. Svona önd er ég.“ Litli grísinn varð bæði undrandi og hræddur. „Ég held það væri betra að þú færir heim til þín,“ sagði hann. „Ég er að fara út í heim,“ sagði Sprettur og hann hljóp af stað, þar til hann kom að grænu engi. „Halló, þú litla önd-“ baulaði kýr, sem beit grasið á enginu. „Hvað ert þú að fara svona langt frá heimili þínu?“ „Ég er að fara út í heim,“ sagði Sprettur. „ Ja, sei, sei!“ sagði kýrin og hristi höfuðið. „Ég hefði haldið að það væri betra fyrir litla andarunga að halda sig heima hjá mömmu sinni.“ „Ekki þó ég,“ sagði Sprettur. „Ég er önd, sem getur allt. Ég get synt eins og fiskur. Ég get flogið eins og örn, ég gæti borðað heilan úlf, ef hann yrði á vegi mínum. Svona önd er ég nú, skal ég segja þér.“ Kýrin hristi höfuðið. „Lú skalt ekki leika þér að úlfin- um, litla önd. Og það er nóg af úlf- um hér í skóginum. Svona lítil önd eins og þii, myndi ekki einu sinni verða einn munnbiti handa tilfin- um.“ „Er þetta satt?“ spurði Sprettur. „En ég ætla nú samt að halda áfram út í heim,“ og svo stefndi hann beint til skógar. Stóri skógurinn var nokkuð dimmur og þögull. Og Sprettur litli var orðinn dálítið hræddur. Hann hélt þó áfram, blístraði og taldi sjálfum sér trú um, að liann gæti allt. „Ég get blásið eins og stormur- inn. Ég get flautað eins og eim- vagn. Þetta get ég allt.“ Fjórir litlir u?igar í hreiðri uppi yfir höfði hans heyrðu þetta og kölluðu: „Það er ljótt að skrökva og grobba, litla önd.“

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.