Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 31

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 31
V O R I Ð 109 Ferðalag rneð rermingarDÖrnum vorið 1957 efar GUÐMUND SVEINSSON (Niðurlag.) Þriðjudaginn 1. júlí. Að morgni kl. 10 förum við frá Staðarfelli. Beztu þökk fyrir ágætar móttökur. Förum um Klofninginn og um Skarðsströndina. Erum öll alger- lega ókunnug þar, en margt ber fyrir augað til eftirtektar á lands- lagi, sem svo víða vill vera á stöð- um, sem ekki hafa verið skoðaðir áður af þessum hópi. Er því víða numið staðar til þess að skoða þessa sveit. Við komum svo að Ólafsdal og þar er okkur boðið að skoða skólahúsið og stytturnar af Ólafs- dalshjónunum, Torfa Bjarnasyni og frú. Var margt skýrt fyrir okkur og okkur sagt frá þessum söguríka stað, og var það eftirtektarvert að sjá og heyra. — Er þá næst farið til Króksfjarðarness. Þar kaupum við viðbót við nestið. Er við liöfunr lok- ið því, býður kaupfélagsstjórinn öllum lrópnum lreim til sín. Þar fengum við að borða eins og liægt var að veita viðtöku af ávöxtum og þeyttum rjóma út á. Slíkar móttök- ur er vart hægt að finna orð yfir að þakka. En vonir standa til, að minningarnar hjá þessum flokki gleymast ekki. Við kveðjum svo kaupfélagsstjórann og frú hans, ásamt börnunum, ljósberunr lreim- ilisins, með beztu þökk fyrir veitt- ar, frábærar nróttökur. Frá Króks- fjarðarnesi er svo farið með mikilli gleði og ánægju til Reykjaness við ísafjarðardjúp. Numið var staðar í sæluhúsinu á Þorskafjarðarheiði og þar hvílt sig góða stund. Eftir sutta stund tekur við sannnefndur Langidalur. Síðan er farið út með ísafirðinum og að Reykjanesi. — Komum þangað kl. 8 að kvöldi. Þar er sömu sögu að segja með ógleym- anlega góðar móttökur, nógur mat- ur og mjólk haft til handa okkur undir eins og við komum, er skóla- stjórinn sá um, ásamt húsnæði til gistingar. Síðan er farið að synda í sundlauginni þar. Svo bauð skóla- stjórinn okkur að skoða skólann, og sýndi okkur svo kvikmyndir á eft- ir. Er þá dagurinn á enda og hvíld- um vel þegin. Fjórði dagur, 2. júlí. Að morgni stödd í Reykjanesi. Förum þaðan kl. 10. Kveðjum og hverfum á braut með dásamlegar endurminn- ingar um þær ágætu móttökur, sem alls staðar hafa verið veittar og margvísleg fyrirgreiðsla, og nú síð- ast af skólasjóranum í Reykjanesi.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.