Vorið - 01.09.1959, Síða 29

Vorið - 01.09.1959, Síða 29
V O R I Ð 107 vængi, og þá þarftu ekki að hafa neinn til að leiða þig. Samstundis heyrðist þytur í lofti og stór fugl settist hjá henni. Skóg arkonungurinn bað hana að setjast á bak fuglinum og halda sér fast. Svo hóf örninn sig til flugs og flaug hátt í loft upp. Belindu fannst hann hafa flogið margar mílur, þegar hann loks lækkaði flugið. — Nú erum við komin, sagði örninn, og nú verðurðu að bjarga þér sjálf. begar þú ert ferðbúin kem ég aftur og sæki þig. Að svo búnu flaug hann burt, og Belinda stóð ein eftir á fjallinu. En rétt við fætur sína heyrði hún dauft öldugjalfur. Sefið hreyfðist fram og aftur í blænum. Nú áttaði hún sig fyrst á því, að blómið var úti í vatn- inu. Hvernig gat hún fundið það, þar sem hún var blind? Belinda stóð þarna einmana og bjargarlaus og óttaðist örlög sín ein og yfirgefin. En þá heyrði hún þungt fótatak, sem nálgaðist. Hún spurði lítinn fugl, sem kvakaði í kringum liana: — Segðu mér, litli fugl, er það vinur, sem kemur? En fuglinn settist á hönd henni og svaraði Ekki vinur, heldur óvinur. Þetta er risastór ræningi með svart skegg og sverð við hlið. Gættu þín fyrir honum. Nú staðnæmdist risinn, stakk sverðinu í bakkann, svo að söng í því. — Þú getur snúið heim aftur, því að ég á rauða blómið. Og ég gef það ekki fölleitu stúlkubarni. Að svo búnu hratt hann stúlkunni hranalega til hliðar og óð út í vatn- ið. En hann komst ekki langt. Hvar sem hann reyndi fyrir sér með fæt- inum var botnlaus efja. Að lokum varð hann að gefast upp og fór burt. En hann lagðist fyrir undir runna nokkuð frá, til að sjá, hvort sttúlkunni gengi betur. Belinda var kvíðafull. Fyrst risinn gat ekki komist út að blóm- inu, hvernig átti hún þá að komast það? En meðan hún stóð þarna og horfði í gaupnir sér, heyrði hún óm af mildri rödd. Þessi rödd kom utan frá tjörninni, hún var mild eins og vindurinn, sem hvíslar í sef- inu. Belinda hlustaði og þá gat hún greint orðin. — Vatnaliljurnar vagga liér á tjörninni, og bylgjurnar gjálfra við ströndina. Vertu hughraust, hreina sál og botninn mun bera uppi fæt- ur þína. Ástvinur þinn mun aftur fá heilsu sína, það eru laun álfanna fyrir hugrekki þitt. Nú hikaði Belinda ekki lengur. Hún gekk út í og fylgdi röddinni. Vatnið var ekki mjög djúpt, og þó að botninn dúaði undir fótum hennar, sveik hann ekki. Það leið ekki á löngu, þar til hún stóð með fagurt, ilmandi blóm í höndunum. Þegar ræninginn sá, að hún nálgað- ist ströndina, stefndi hann í veg fyr- ir hana.Hann áleit að það yrði ekki

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.