Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 30

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 30
108 V O R I Ð vandasamt að ráða niðurlögum blindrar, einmana stúlku. En hann varð of seinn. Á sömu stundu og Belinda setti fótinn á land, heyrði hún vængja- þyt í lofti. Það var örninn, sem hafði haft auga með henni. Og þau svifu burtu rétt framan við nefið á ræningjanum, sem var fokvondur yfir að tapa fimm jmsund gullpen- ingum. Nú þurfti hún ekki að óttast ferðina gegnum töfraskóginn.Skóg- arkonungurinn kallaði á stærsta og sterkasta ljónið sitt og fól því að fylgja henni og hundinum heim. Belinda þakkaði skógarkongin- um af því að hann hafði verið svo góður við hana. Svo skreið hún óhrædd upp á ljónshrygginn, en hélt hinu dýrmæta blómi fast að brjósti sér. Þegar hún kom heim, varð gleði- fundur. Það var þegar soðið meðal af blóminu, og Tonía hafði ekki sagt ósatt, því að það hafði sín áhrif þegar í stað. Bráðlega varð Rudi heilbrigður aftur. Og nú féllst ríki maðurinn á giftinguna. Það var haldið stórt brúðkaup, og Rudi og Belinda lifðu hamingjusömu lífi í mörg, mörg ár. (E. Sig. þýddi.) Veizt jjú? að Friðrik Ólafsson, stórmeistari, leiðbeinir í skák í skólum lands- ins næsta vetur, að hann keppir um heimsmeist- aratitilinn á kandidatamóti í Suður-Slavíu. að Sveinn Bjömsson, var fyrsti for- seti íslands, að séra Sigurbjörn Einarsson, pró- fessor, hefur tekið við biskups- dómi. að Vorið er 25 ára á þessu ári, að í því er stærra safn barnaleikrita en í nokkru öðru íslenzku riti. að ungtemplarapróf hefur farið fram í barnastúkum landsins í vetur, að Unglingareglan hefur látið búa til ný verðlaunamerki, fyrir gott starf í barnastúkum, að Ingimar Jóhannesson, fulltrúi, var kjörinn stórgæzlumaður ungtemplara í sumar. að sumardagurinn fyrsti, er aðeins til á íslandi. Forstjórínn við sendisveininn: „Hefur ])ú aldrei komið í dýragarðinn?" Drengurinn: „Nei.“ Forstjórinn: „Þú ættir að fara þangað. Það væri gaman fyrir þig að sjá skjald- bökuna hlaupa fram hjá þér."

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.