Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 4

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 4
82 V O R I Ð til að stanza hjá kunningjum sínum í þorpinu. Báturinn ,sem fór í kaupstaðinn, var yfirfullur af ferðamönnum og alls konar flutningi. Það gekk mik- ið á, meðan hann var að ferðbúast. Margir aðrir, einkum börn og unglingar, tróðust fram á bryggj- una, sem ruggaðist til og frá undan þunganum, því að þetta var timb- urbryggja, ekki alltof traustbyggð. Allt í einu fór vélin í bátnum að iherða og þyngja skellina. Það kóf- rauk upp úr reykháf vélarhússins. Landfestar bátsins voru losaðar og þeim fleygt upp í hann. Menn kvöddust og veifuðu. Farkosturinn skreið hægt frá bryggjunni með þungum, lemjandi vélarskellum, sem breyttust svo allt í einu í ótt og títt „tjukk-utjukk-u tjukk“, og samstundis tók báturinn ákveðinn skrið frá landi, eins og einhver lif- andi skepna, með miklum boðaföll- um út frá sér á báðar hliðar. Fólkið dreifðist af bryggjunni og heim til húsa sinna. Óla og fé- lögum hans dvaldist stundarkorn með öðrum drengjum þar neðra. Þeir þurftu að ræða saman um „landsins gagn og nauðsynjar", engu síður en fullorðna fólkið, segja fréttir og draga sínar ályktan- ir af því, sem fyrir augun bar. Tíminn leið. Kaupstaðafólkið var komið langt inn eftir firði. Skellirnir í ,yErninum“ heyrðust ekki lengur, allt í einu bárust að eyrum nýir vélarskellir. Drengirnir þustu fram á klappirnar utan við Voginn og sáu þá hvar ofurlítill trillubátur kom utan með fjörun- um. Var einn maður í bátnum, og þóttust þorpsstrákarnir þekkja manninn og bátinn. Það voru í sjálfu sér engin mark- verð tíðindi þó að bátur færi fram hjá, en eigi að síður horfðu börnin á bátinn, og vakti það fljótlega at- hygli þeirra, að maðurinn, er sat álútur við stýrið hreyfðist ekki. Báturinn fór mjög grunnt, og — viti menn! Allt í einu beygði hann hægt og ihægt frá landi. Sást maður- inn nú mjög greinilega, hvar hann hallaðist fram yfir stýrissveifina, hreyfingarlaus. „Hann sefur!“ hrópaði einn drengjanna. „Svei mér þá sefur hann.“ Nú varð uppi fótur og fit. Allir þustu fram á klappirnar utan við Voginn og töluðu hver upp ímunn- inn á öðrum. Báturinn var snúinn við, en hann fór ekki beint til baka, Iieldur í hring. Bráðlega stefndi hann til lands í stórum boga, og tók svo annan hring. Leyndi sér ekki að næsti hringur ætlaði að verða stærri, og bráðlega sýndi sig, að báturinn myndi tæplega sleppa við land. Jú, í þennan hringinn slapp hann ríflega fram hjá Teng- unum, sem skaga fram norðan Vogsins. En, færi hann einn hring- inn enn! Það yrði ljótt.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.