Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 12

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 12
90 V O R I Ð eygði hann loksins ljósið í gluggan- um heima. „Pabbi, við erum að koma lieim,“ hvíslaði hann að föður sín- um, því að sjálfur var hann að missa málið. Um það bil hundrað metra frá litla, rauða húsinu, gafst hann upp. Honum fannst hann sjá eldglæring- ar og hann kallaði af öllum kröf- um: „Mamma, mamma-“ Og svo féll hann í snjóinn. Rétt í þessum svifum hafði mamma hans gengið út til að líta eftir, hvort hún sæi hann ekki, og þegar hún lreyrði hið örvæntingar- fulla hróp drengsins, hljóp hún af stað eftir veginum til að vita hvað væri að. Pað, sem hún sá, hafði nærri gert út af við hana. En hún safnaði þó saman allri þeirri orku, sem hún réð yfir og gekk til sleðans. Þegar hún sá manninn sinn í sleðanum, skildi hún fyrst hverja hetjudáð drengurinn þeirra hafði unnið. Hún dró sleðan niður að húsinu og hjálpaði þeim feðgum inn. Þegar læknirinn loksins náði upp eftir, kom það í ljós, að maður hennar hafði lærbrotnað og auk þess fengið heilahristing. Læknit'- inn sagði ,að það yrði að koma hon- um í sjúkrahús samstundis. „Þetta lagast allt saman,“ sagði hann, „án þess að hann bíði veru- legt tjón af. En,“ bætti hann við, „ef hann hefði orðið að liggja þarna aðra nótt í viðbót, hefði hann misst fótinn." „Það verður einhvern tíma mað- ur úr þér, drengur minn,“ sagði hann brosandi og leit á Hans, er hann hafði fengið að heyra alla sög- una um hetjudáð drengsins. „Það eru svona karlar, sem við þurfum á að halda,“ sagði hann að lokum. Þýtt úr norsku. H. J. M BRÉFASKIPTI. Undirrituð óska eftir bréfaskiptum við iafnaldra. (Æskilegur aldur penna- vina tilgreindum í svigum.) 1. Sólveig Jóhannesdóttir (14—16), Klængsseli, Gaulverj abæj arhreppi, Árnessýslu. 2. Guðbrandur Haraldsson (9—11), Túngötu 16, Patreksfirði. (Mynd fylgh) 3. Halla Sveinbjörnsdóttir (12—13), Vestmannabraut 38, Vestmanna- eyjum. 4. Ása Dagný Hólmgeirsdóttir (13— 15), Flatey, S.-Þing. 5. Elsa Heiðdís Hólmgeirsdóttir (7—- 9), Flatey, S.-Þing. 6. Inga J. Guðmundsdóttir (10—11), Efri-Svertingsstöðum, Miðfirði. 7. Jensína G. Eiríksdóttir (13—15), Víganesi, Árneshreppi, Strandas. 8. María B. Guðmundsdóttir (9—10), Fornahvammi, Norðurárdal, Mýr. 9. Ester Ólafsdóttir (14—15), Kirkju- vegi 44, Keflavík. 10. Guðný Sigurðardóttir (14—15), Kirkjuvegi 45, Keflavík. 11. Friðleifur Helgas. (13—14), Lind- argötu 16, Rvík. (Mynd fylgi.) 12. Gunnar Þór Guðmundsson (11—- 12), Hlíðarbergi, Mýrum, A.-Sk.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.