Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 16

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 16
94 i V O R I Ð hátt.) Börn, sérstaklega stúlku- börn, verður að ala upp í kær- leika, en þó einnig með strang- leika. Á þessum erfiða aldriskipt- ir það mjög miklu í sambandi við persónuleikann, að börn hlýði hinum fullorðnu skilyrðis- laust. Hver uppalandi er skyld- ugur að sýna strangleika í ákvörðunum sínum og allri fram- komu, aldrei að gefa eftir refs- ingu, sem ákveðin hefur verið, og aldrei að gefa höggstað á sér, sem gæti orðið til þess að eyði- leggja virðinguna. (Með venju- legri rödd): Já, þetta er einmitt fyrirtak. — Aldrei að gefa högg- stað á sér — þannig á að orða það. Ég hugsa að prófessor Krók- dal mundi þykja þetta ágætt. (Með viðkvæmni): Ójá, minn kæri prófessor.(Hún situr íþönk- um. Barið. Utan við sig): Kom inn. (Tekið fast í hurðina.) HANSÍNA (fyrir utan dyrnar): Já, jómfrúin verður að fyrirgefa, en hurðin er læst. MARKÚSÍNA (stekkur á fætur): Já, nú, — hún er það víst. . . . (Kemur auga á hárkolluna, æp- ir hátt): Ó, þér megið alls ekki koma inn, bíðið, heyrið þér það. HANSÍNA: Já, ég er víst neydd til að bíða. MARKÚSÍNA (lætur hárkolluna á sig í flýti): Æ, já, aum er mann- eskjan, ekki munaði nú miklu að ég ljóstraði upp þessu leynd- arrnáli mínu. (Gengur að spegl- inum og lagar kolluna.) Og þó vildi ég ekki láta nokkurn kom- ast að. . . . (Gengur að dyrunum, opnar.) HANSÍNA (kemur inn með fulla svuntu af brenni. Hún talar allt- af hátt, og þeir, sem tala við hana verða að brýna raustina, heyrir illa). MARKÚSÍNA: Þér ætlið þó ekki að bæta á eldinn, eins og hitinn er hér inni? HANSÍNA (sem ekki virðist heyra): Já, jú, nú skal ég hita vel, jómfrúin má trúa því. (Bætir á eldinn.) MARKÚSÍNA: Það er nóg brenni á arninum, Hansína. HANSÍNA (kinkar kolli án þess að snúa sér við): Já, það er nóg brenni, nú skal ég vissulega láta loga vel. MARKÚSÍNA (hristir höfuðið, við sjálfa sig): Þetta er víst einn af vondu dögunum hennar Han- sínu. Það þýðir ekkert að tala við hana. Fróðlegt væri að vita, hvort hún heyrir í raun og veru eins illa og hún lætur. Stund- um er þetta svo slæmt. HANSÍNA (lætur síðan kubbinn á arininn): Svona, ég trúi ekki öðru en jómfrúnni verði vel heitt. MARKÚSÍNA: Já, úff, ég býst við því. (Lætur skjölin niður í skúffu. — Við sjálfa sig)) Hér

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.