Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 10

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 10
88 V O R I Ð ann, gat hann gengið sömu leið til baka. J>að var sæmilegur vegur og lá niður brekkurnar alla leið. Hann sagði föður sínum frá þess- ari ráðagerð, en hann kinkaði að- eins kolli og virtist ekki skilja, hvað hann var að segja. Andlit hans var nú enn fölara en áður 02; hann hafði lokað augunum. Hans flýtti sér út og tók skíði þeirra beggja, lagði þau hlið við hlið og batt þau saman. Er þetta hægt? spurði ihann sjálfan sig á meðan. Nei, á þessu farartæki gat hann naumast komið föður sínum til byggða. — Vesalings — vesalings pabbi. — Ef hann dæi nú hér? Eða ef hann yrði nú farlama aumingi alla ævi? — Hann hafði heyrt eitt- hvað um það, að ef læknishjálp kæmi of seint ,gæti það valdið ævi- löngum örkumlum. Hendurnar á Hans urðu stirðar af kulda á með- an hann beið þarna ráðalaus og hugsaði. Þá datt honum enn nokkuð í hug. Hann hljóp á bak við kofann. — Jú, alveg rétt. — Þarna á bak við veginn var gamall sleði, nálega á kafi í snjó. Skógarhöggsmennirnir notuðu hann stundum þarna í skóginum. Hans reyndi að losa hann, en jrað ætlaði ekki að ganga vel. Það tókst þó loksins. Hann ihljóp aftur inn í kofann. Faðir hans lá enn með lokuð augu. Hann stundi við og við og svita- dropar stóðu á enni hans, þótt ís- kalt væri í kofanum. Hans tók nú allt heyið, sem var í hinum beddun- um og bar það út í sleðinn. Pabba mátti ekki verða kalt. Hann hag- ræddi heyinu í sleðabotninum, og þá var ekki annað eftir en koma pabba út á sleðann. Hans fann allt í einu til mikillar gjleði. Hann skyldi koma pabba heim! „Pabbi ,nú verðum við að kom- ast heim til mömmu,“ sagði hann. ,,Eg ætla að draga þig á sleðanum. En — en — heldurðu að þú getir komist út að sleðanum, sem stend- ur hérna fyrir utan dyrnar?" „Þú ert karl í krapinu, drengur minn,“ sagði hann og reyndi að brosa. „Það væri nú skárra ef ég reyndi það ekki,“ sagði hann. Með miklum erfiðismunum gat hann risið upp, en það var ekki nokkurt viðlit að hann gæti stigið í fótinn. Sársaukinn varð eins og logandi eldur ef hann reyndi það. En með aðstoð Hans gat hann kom- ist út og komið sér fyrir á sleðan- um. Hann sótti nú rúmfötin inn, það sem eftir var, og breiddi ofan á hann. Einnig reyndi hann að leggja hey og hálm að honum í sleðanum. „Líður þér voðalega illa?“ spurði hann. „Er þér kalt?“ En faðir hans svaraði ekki. Hann hafði reynt of mikið á sig og var nú aftur meðvit- undarlaus. Hans spennti nú sjálfan sig fyrir sleðann og tók í. Þessi ungi og óharðnaði drengur hleypti sér í herðarnar og lagði af stað með

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.