Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 23

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 23
V O R I Ð 101 MARKÚSÍNA: Eins og hverju? DIDDA: Eins og t. d. hvort þér uppfyllið mín skilyrði. MARKÚSÍNA: Hvernig dirfist þú.... DIDDA: Munið að prófessorinn getur komið á hverri stundu. MARKÚSÍNA (ráðalaus, tekur um höfuðið): Já, ég skal brjóta regl- ur mínar og lofa þér að sleppa strax. DIDDA: Það er of seint, þér verðið að vinna meira til. — Þér verðið að skrifa pabba mínum. MARKÚSÍNA: Skrifa föður þín- um? DIDDA: Já, nú hef ég það. Viljið þér setjast við skrifborðið og svo skal ég lesa yður fyrir. MARKÚSÍNA: Hvernig leyfir þú þér. . . •. DIDDA: Gjörið það heldur strax, ungfrú, annars kasta ég hárkoll- unni út um gluggann. (Færir sig að glugganum.) MARKÚSÍNA (æpir): Nei, nei, kæra Bóthildur, gerðu það ekki, ég skal skrifa. Hvað á ég að skrifa? DIDDA: Ég skal rétt strax segja yð- ur það. MARKÚSÍNA: Fáðu mér hana þá- Og svo máttu engum segja frá þessu, engum. — Heyrir þú það, Bóthildur? DIDDA (réttir kolluna í áttina til hennar): Þér lofið þá að skrifa föður mínum eftir minni fyrir- sögn? MARKÚSÍNA: Já, já, fáðu mér hana, — og svo segir þú engum frá þessu. DIDDA: Hamingjan hjálpi mér, nei. Gjöf skal gjaldast, ef vinátta á að haldast. Setjist þér nú við skrifborðið. MARKÚSÍNA: Ekki fyrr en þú hefur fengið mér. . . . DIDDA: Gjörið svo vel — látið hana á yður. MARKÚSÍNA (um leið og hún setur kolluna á sig fyrir framan spegilinn): Bóthildur, þú ert greind, barnið gott, — og skyn- semi mín segir mér, að þú eigir einhverja sök á þessu, — en ég skal fyrirgefa þér, vegna, vegna.... DIDDA: Vegna þess, að þér eruð neyddar til þess, ungfrú. En setj- ist þér nú niður við skrifborðið og við skulum Ijúka þessu af. — (Markúsína sezt.) Þá byrjum við: Háttvirti herra Vigfús. MARKÚSÍNA (skrifar, les upp- hátt): Háttvirti herra Vigfús. DIDDA: Ég hef haldið dóttur yð- ar, Diddu.... MARKÚSÍNA: Bóthildi áttu við, — mundu að gælunöfn eru á móti skólareglunum. DIDDA: Látum svo vera. Þá segj- um við Bóthildur. Ég hef haldið dóttur yðar, Bóthildi, í skólanum einni klukkustund eftir lokun

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.