Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1998, Page 3

Bjarmi - 01.12.1998, Page 3
r STALDRAÐ VIÐ Kristilegt tímarit Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Guðmundur Karl Brynjarsson og Kjartan Jónsson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.800,- innanlands, kr. 3.300, til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu kr. 500,-. Umbrot og útlit: Áhrif ehf, Kringlunni 6. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson o.fl. Prentun: ísafoldarprentsmiðja. 4Gunnar J. Gunnarsson ræöir viö Benedikt Gunnarsson listmálara um listina, lífiö og trúna. /f, JA Rúna Þráinsdóttir ræöir viö Iw Herdísi Hallvarösdóttur tónlistarmann um nýútkominn geisladisk og kynni hennar af kristinni trú. MGuölaugur Gunnarsson fjallar um hafiö út frá Biblíunni í grein sinni Golfstraumurinn lofar Guö. Sr. Bjarni Karlsson fjallar um 1W sióferói í sjávarútvegi í greininni Hafió og allt sem í því er. gá Fermingarnámskeið í Vatna- I «7skógi er umfjöllunarefni Ragnars Schrarn, auk þess sem hann tók viötöl viö þátttakendur. AA Guömundur Karl Brynjars- son ræöir við Björgvin Jörgensson kennara og stofnanda KFUM á Akureyri. AA Gunnar J. Gunnarsson ræöir Wa viö Sigurbjörn Þorkelsson, nýráöinn framkvæmdastjóra KFUM og KFUK í Reykjavík AA - Einar Sigurbergur Arason WW ræöir viö Kristjönu Eyþórsdóttur um aðventuna á heimilunum. Trú og list eiga sér langa sögu sam- fylgdar. Þegar kemur að tjáningu trúar og tilbeiðslu er gjarnan sótt til litstar- innar. Hún felur í sér sterkan tjáning- armáta sem getur túlkað dýpstu sann- færingu og tilfinningar á áhrifaríkan hátt. Þannig túlkar listamaðurinn eigin sýn á veruleikann, tilfinninga átök sín og trúarlegt innsæi og sannfæringu með verkum sínum, hvort sem við erum að tala um myndlist, tónlist, bókmenntir eða aðrar tegundir list- ar. Um leið hafa verk hans áhrif á þá sem sjá eða heyra þannig að það vekur til umhugsunar um stöðu mannsins í tilverunni og andspænis Guði, trú hans og tilvistarglímu. Lisin er þannig sterkt aíl sem snertir dýpstu strengi mannssálarinnar og stuðlar að trúarlegri reynslu og þroska. Kirkjan hefur alla tíð nýtt sér listina með ýmsum hætti til að tjá og túlka kristin trúarsannindi og í tilbeiðslu sinni og lofgjörð til skapar- ans. Um það vitnar mikill fjársjóður trúarlegra listaverka. Eflaust má þó gera betur þannig að hún nýti sér áhrifamátt listarinnar enn frekar í boðun trúar og í tilbeiðslu. í þessu sambandi má velta fyrir sér læsi okkar íslendinga á trú- ararfinn og trúarlega list þar sem hún er uppfull af táknum og vísun- um í heilaga ritningu. Svo virðist sem við séum frekar illa að okkur á þessu sviði í samanburði við nágrannaþjóðir og skynjum því að tak- mörkuðu leyti ótal listaverk sem túlka kristin, trúarleg sannindi. Ástæðan er meðal annars sú að skólakerfið sinnir þessum þætti illa. Fyrr á þessu ári var bent á það í Bjarma að íslenski framhaldsskólinn sneyðir svo til algjörlega hjá allri fræðslu um kristni og önnur trúar- brögð. Því vantar nánast öll tengsl milli menningar- og listasögu og góðrar biblíu- og kristindómsfræðslu. Afleiðingin er sú að dýrmætir listafjársjóðir eru okkur sem lokuð bók á sama tíma og við tölum um mikilvægi þess að fólk sé læst á íslenskan og vestrænan menningararf. Kirkjan og skólinn þurfa því að taka höndum saman og skapa traustan þekkingargrundvöll sem gerir fólk læst á þennan þátt menn- ingararfsins. Það skapar forsendur þess að það geti notið trúarlegrar listar á þann hátt að hún dýpki skilning á stöðu mannsins í tilverunni á grundvelli íhugunnar um kristin trúarsannindi. List er ekki bara list. Hún göfgar og þroskar manninn og snertir dýpstu tilfinningar hans. Trúarleg list er heldur ekki einangrað fyrirbæri. Hún er hluti af guðsþjónustu og helgihaldi kirkjunnar og stuðlar sem slík að trúar- legri reynslu og þroska og styrkir samfélag mannsins við Guð. Jafn- framt felur hún í sér trúarlega tjáningu og játningu og verður sem slík liður í tilbeiðslu og lofgjörð. Til þess að svo geti orðið þarf sá sem nýtur listarinnar að vera læs á listaverkið rétt eins og sá sem vill njóta bókar þarf að kunna að lesa.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.