Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1998, Side 8

Bjarmi - 01.12.1998, Side 8
inum tengist mjög í huga mínum þess- um voðaverkum í Japan. Grundvallar- munur er þó hér á. Texti Daníelsbókar er seiðmagnaður og ógnandi en felur í sér boðskap varðandi trú og staðfestu sem launast með björgun úr lífshættu í formi kraftaverks Guðs. í japönsku borgunum var miskunnarleysið algjört. Þar gerðist ekkert kraftaverk nema „kraftaverk" dauðans. Hvar var Guðs engill þá? gæti einhver spurt. Enginn kann svar við þeirri spurningu. Mynd mín heitir Kraftaverkið - ung- lingarnir í eldsofninum. Unglingarnir eru færðir í logandi eldsofninn af hat- ursmanni þeirra og óvini af því að þeir eru annarrar trúar. Dauðinn einn bíður þeirra allra. En Guð yfirgaf þá ekki og Krossinn og ljds heilagrar þrenningar Útskýring Benedikts Gunncirssoncir listmálara á mósaíkmynd sinni í kór Háteigskirkjn í Reykjavík Mynd mína kalla ég „Krossinn og ljós heilagrar þrenningar“. Þungamiðja mynd- arinnar er krossinn, áhrifamesta trúar- tákn sem þekkist, tákn kristinnar trúar. Önnur tákn eru einnig felld inn í mynd- heildina og vísa til kristinna lífssanninda. í upphafi hugmyndasamkeppninnar samdi ég eftirfarandi markmiðsþætti sem ég byggði alla hugmyndaleit og vinnslu- þætti á: 1. Myndin verður að túlka háleitan, kristinn boðskap. 2. Myndformið verður að vera einfalt og auðskilið og taka mið af byggingar- stíl kirkjunnar - innviðum hennar. 3. Viðfangsefnið skal leysast á per- sónulegan hátt og hafa fagurfræði- lega skírskotun til framsækinnar samtímamyndlistar. Þetta eru þeir þættir sem baráttan stóð um að samræma. Eins og lífið sjálft kviknar mynd mín af andstæðum. Þessar andstæður eiga rætur í tilfinningalegum átökum og eru burðarásar veksins. Form- og litfræðileg átök undirstrika svo þessa myndþætti. Myndin fjallar í knöppu formi um ljósið, ígildi lífsins sjálfs, andspænis hrópandi kvöl og nístandi sorg. Hún er um hið sí- streymandi lífsins ljós sem aldrei slokknar þótt fari langt um dimman og kaldan veg himindjúpsins. Hún er um sannkristin, guðleg öfl sem megna að færa okkur huggun, frið og fegurð hvort heldur við tökumst á við harminn eða fögnum lífi á gleðistund. Hún er um lífs- sannindi sem alla varðar. Á dimmbláum hringfleti lýsist upp helgasta tákn kristindómsins, krossinn. Birtu sína fær hann að ofan, frá því afli sem tákngert er efst í ytra hringformi myndar - tákni heilagrar þrenningar. Þar er guli hringurinn tákn eilífðar og hvíti upphleypti þríhyrningurinn tákn Guðs föður, sonar og heilags anda. Ytri hringurinn, sem umlykur mynd- kjarnann, krossinn og krossgrunninn, er ljóðrænt tilbrigði við hringtákn eilífð- arinnar. Hringurinn er sömuleiðis ljós- leiðari sem flytur fjölbreytta, gullna birtu kringum myndmiðjuna. Efst er birtan sterkust en dvínar eftir því sem neðar dregur í hringblámanum. Ljósið lifir samt áfram í myrkustu hlutum hrings- ins í formi lítilla blaðgullsflísa sem eru þar til að endurkasta hlýrri birtu. Lóðrétti flötur krossins leiðir marglitt ljósið niður í blágráan hálfhring sem er hugsaður sem tákn jarðar og þjónar um leið sem baksvið altaris. Frá gullinni ljóssúlu jarðar, sem er í formrænni tengingu við krossinn, dreifist svo birt- an, hin kristnu lífsgildi, í þúsundum lit- brigða allt til endimarka jarðarinnar. Krossinn er upphafinn í veldi ljóss og myndrænna formþátta. Hinir sterku lit- ir hans hafa táknrænt og tilfinningalegt gildi um leið og þeir mynda sterkustu litfræðilegu átök verksins. Mósaíkverkið má einnig kalla persónulegan vitnis- burð höfundar um djúpa sorg og hugg- un - eins konar sáttargjörð í grimmum tilfinningaátökum lífs og trúar. Hér er um sammannlega reynslu að ræða sem snertir veigamikið umfjöllunarstef í boðun kristinnar trúar Jesús Kristur er aflvaki þessa mósaíkverks, mynd hans lýsir alla inn- viði þess. Megi myndsýn mín og túlkun flytjast áfram og verða samgróin trúar- vitund og lífi sem Hestra manna.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.