Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1998, Side 17

Bjarmi - 01.12.1998, Side 17
Lífsgæðin Hamingjan veltur á lífsgæðum. Því meiri sem lífsgæðin eru því ríkari erum við af hamingju og hamingjan skreppur sam- an í brjóstum okkar jafnóðum og lífs- gæðin rýrna. Greining Páls Skúlasonar heimspek- ings á lífsgæðum er mjög hentug og auðskilin og lejífi ég mér að nota hana (Páll Skúlason: Siðfræði, s. 26-27). Þar eru fyrst veraldargæði, þá andleg gæði og loks siðferðisgæði. í grófum dráttum má lýsa greiningu hans á þennan veg: • Veraldargæðin eru þau lífsgæði sem eiga rætur sínar utan við manneskj- una eins og t.d. peningar, fiskur, völd, upphefð o.íl. í þeim dúr. Veraldargæði eru þess eðlis að ekki er nóg af þeim og því há menn samkeppni um þau. • Andleg gæði eru aftur tengd sálargáf- um fólks og eiga rætur í mannfólkinu sjálfu og menningararfi þóðanna. Hlutverk menntastofnana er ekki síst það að auka hin andlegu gæði. Þar leika menn sér með ýmis vísindi og listir og efla hugann til átaka við gátur tilverunnar. Það eru hæfileikar til þess að ímynda sér, skilja og skapa sem eru lykill að andlegum gæðum. Þótt ég ætti þau veraldargæði að geta keypt mér togara og kvóta þá á ég ekki þau andlegu gæði að geta svo mikið sem losað lcmdfestar. Maður fer ekki langt á veraldargæðunum einum. • Siðferðisgæðin eru, að því er mér virðist, sá hæfileiki sem fólginn er í góðri dómgreind í samskiptum. Þessu verður best lýst með dæmi: Þú sest upp í bílinn þinn. Bíllinn sem slíkur er veraldargæði sem þú skráir sem eign á skattaskýrsluna. En þó færir þú nú ekki langt án hinna and- legu gæða sem eru þau að kunna að aka bíl. Auk þess er mjög hætt við að þótt þú hefðir veraldargæði bifreiðar- innar og andleg gæði aksturskunnátt- unnar, en skorti þau siðferðisgæði sem fólgin eru í almennri varkárni, löghlýðni og virðingu fyrir öðrum í umferðinni, þá yrði för þín ekki farsæl. Gæði í sjávarútvegi I sjávarútvegi er um heilmikil veraldar- . gæði að ræða. Þar eru fjárhagsleg verð- mæti í fiski, tækjum, kvóta og mörgu fleiru. Þar eru líka völd og upphefð sem markaða og stuðla að góðum við- skiptum. • Sjávarútvegur hefur hingað til verið mannfrekur iðnaður. í öllum sam- skiptum manna innan greinarinnar reynir að sjálfsögðu á siðferðisgæðin, jafnt hjá þeim sem hafa mannaforráð og hinum sem eru launamenn. Undirstöður siðferðisgæðanna Þegar við ræddum um siðfræði sjávarút- vegs frá sjónarhóli efnahagslífsins (sbr. hér að ofan) þá samþykktum við þá skil- greiningu að siðleg breytni væri hegðun sem hámarkaði titekin gæði til lengri tíma fyrir samfélagið í heild. Páll Skúla- son bendir á að þeir þættir mannlífsins, sem líklegastir eru til þess að hámarka siðferðisgæði manna eða dómgreind, séu þrír: Frelsi, réttlæti og kærleikur (Páll Skúlason: Siðfræði, s. 27-27). í öllum samskiptum manna, hvort heldur þau eru við náttúruna, efnahags- fylgir góðum árangri í greininni. Öll eru þessi veraldargæði brýn og góð og nauð- synleg fyrir samfélagið og góð fyrir ein- staklinga að eiga. Sjávarútvegurinn býr einnig yfir veru- legum andlegum gæðum. Þar er sívax- andi þekking á öllum þáttum fiskveiða, vinnslu og markaðsstarfa sem sífellt þarf að auka og viðhalda eigi greinin að ná að vaxa eðlilega og verða fólki til hamingju. I þriðja lagi er um veigamikil siðferð- isgæði að ræða. Sjávarútvegur krefst sí- vaxandi dómgreindar í samskiptum. • Tækin verða sífellt öflugri og kunn- áttan vex, því er mikillar dómgreind- ar þörf í samskiptum við lífríkið. Qkkar aðferðir hafa breyst en for- sendur lífríkisins eru enn þær sömu. • í samskiptum við efnahagslífið er dómgreind lykilatriði. Fjármagn og tæknileg þekking á markaðinum er ekki nóg. Réttlæti og virðing í við- skiptum eru siðgerðisgæði sem afla

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.