Bjarmi - 01.12.1998, Side 19
Ragnar Schram
Trúarlegt nám í nokkra daga í kgrrlátu umhverfi
Popp. kartöíluflögur, súkku-
laði, gos og bland í poka.
Þessa hluti telja margir
þrettán ára unglingar nauð-
synlega þegar þeir pakka
niður í tösku fyrir fermingarnámskeið í
Vatnaskógi. Sumir taka jafnvel með sér
stór, kraftmikil ferðahljómtæki og tugi
geislaplatna.
Þegar á áfangastað er komið tekur við
trúfræðsla sem er liður í undirbúningn-
um fyrir ferminguna. Ætlunin er að
metta sál og anda af staðgóðri fæðu
meðan maginn er útþaninn af ruslfæði í
bland við grjónagraut og Cheerios.
Árið 1993 hófu Skógarmenn að
skipuleggja og halda utan um ferming-
. arnámskeið fyrir sóknir Reykjavíkur- og
Kjalarnessprófastsdæma. Ári áður
höfðu prófastsdæmin þó ráðið til sín
umsjónarmenn til að sjá um námskeið
sem voru einnig haldin í Vatnaskógi. Nú
sjá Skógarmenn um þessi námskeið og
fjöldi sókna nýtir sér þjónustuna.
Starfsmenn námskeiðanna eru ráðnir af
Skógarmönnum en sóknirnar koma
einnig með starfsmenn með hópum sin-
um. Kostnaður námskeiðsins skiptist á
milli unglinganna, sóknanna og pró-
fastsdæmanna. Þannig sýnir kirkjan
vilja sinn, að styðja við barna- og æsku-
lýðsstarf, í verki. Seint verður þó of
miklum fjármunum varið í slíkt starf.
Að sömu prestamir frá sömu sóknun-
um skuli panta námskeið fyrir ferming-
arböm sín ár eftir ár segir sína sögu. Al-
menn ánægja hefur verið með námskeið-
in og prestarnir ánægðir með þennan
valkost. Þó námskeiðin í Vatnaskógi séu
ekki þau einu sem standa til boða er úr-
valið afar lítið. Hægt er að fá Skálholt í
þessum tilgangi þó ekki sé farið í sama
efni og í Vatnaskógi og möguleikar til úti-
vistar færri. Á landsbyggðinni fara sumir
prestar með bömin í fermingarbúðir og
þurfa þeir þá sjálflr að undirbúa fræðslu-
efnið eða fá til þess fólk. Vatnaskógur
hefur því sérstöðu hvað þetta varðar.
Dagskráin í Vatnaskógi samanstend-
ur af beinni fræðslu, ratleik, kvöldvöku,
messu ásamt undirbúningi fyrir hana,
matmálstímum og frjálsum tíma. Aðalá-
herslan er lögð á mikilvægi hvers og
eins í kirkju Krists. Yfirskrift nám-
skeiðsins, Lifandi steinar, ber vott um
þá áherslu. Börnin ræða um vináttuna,
sköpunina, kærleikann, krossinn,
prestinn sinn og margt fleira. Reynt er
að koma miklu efni til skila á líflegan og
skemmtilegan hátt.