Bjarmi - 01.12.1998, Qupperneq 23
grafa út og myndi hann þá koma aftur
til að skera á og hleypa greftrinum út
enda var þetta fyrir tíma fúkkalyfjanna.
Ég var búinn að liggja fyrir í nokkra
daga þegar nokkuð undarlegt gerðist.
Mér fór skyndilega að líða mjög illa og
ég grét því ég var viss um að ég myndi
deyja. Svo heyrði ég að mamma var að
koma inn í herbergið og um leið og hún
var komin hvarf tilfinningin. Hún spurði
mig hvort eitthvað væri að en ég neitaði
því. Hún var varla búin að loka hurð-
inni á eftir sér þegar svartnættið
hvolfdist yfir mig aftur. Skyndilega var
eins og rödd segði við mig: „Björgvin, þú
deyrð ekki núna ef þú lofar Guði að
verða kristniboði eða prédikari.“ Mér
varð hverft við en svaraði þessari
áleitnu köllun með því að fara á hnén
við rúmið mitt og bað upphátt í fyrsta
skipti á ævinni. Bænin var að Guð
leiddi mig eftir vilja sínum og ég skyldi
hlýða. Þessi atburður hafði mikil áhrif á
mig og blundaði með mér öll æskuárin.
Mér batnaði fljótt eftir að læknirinn
hafði stungið á kýlinu.
Þegar þarna var komið sögu vissi ég
ósköp fátt um Guð og hafði engan
skilning á frelsunarverki Jesú Krists.
Það kom ekki fyrr en löngu síðar. í
millitíðinni var ég mjög leitandi. Ég
kynnti mér austræn trúarbrögð og las
einnig bækur dr. Helga Pjeturs. Sú
lesning ruglaði mig mjög í ríminu. Auk
þess var nokkur áhugi fyrir andatrú á
heimilinu og hélt móðir mín mikið upp
á bók Haraldar Níelssonar, „Árin og ei-
lífðin", sem við krakkarnir uppnefndum
„Árinn og eilífðin". Á þessum tíma fikt-
uðum við systkinin töluvert við anda-
glas, en mér leið alltaf óskaplega illa
meðan á því stóð.
Ég trúði á Guð en það var enn skarð í
hjarta mínu sem Kristur átti eftir að
fylla síðar.
Menntunin
Þrettán ára gamall fór ég suður til Hafn-
arfjarðar í rafvirkjanám. Enok Helgason
rafvirki, frændi minn sem bjó þar, bauð
mér samning og það varð úr að ég
hleypti heimdraganum og settist á
skólabekk í Iðnskólanum í Hafnarfirði.
Meðan á náminu stóð bjó ég hjá Enoki
og fjölskyldu. Þegar ég hafði lært til raf-
virkja í tvö ár voru settar nýjar reglur
um iðnnám sem gerðu rafvirkjadraum
minn að engu. Meistarar máttu þá ekki
taka nema á samning fyrr en þeir væru
orðnir 16 ára og yrði samningurinn
gildur frá þeim tíma. Þetta þýddi að ég
yrði að gera eins árs hlé á náminu og
þar að auki yrði starfsþjáfunin sem ég
hafði þá þegar hlotið ekki tekin gild.
Þetta varð til þess að ég hætti með
öllu í rafvirkjanáminu.
Haustið eftir þreytti ég inntökupróf í
Kennaraskólann og var tekinn inn með
lágmarkseinkunn.
Mér líkaði afskaplega vel í Kennara-
skólanum og fannst námið eiga vel við
mig.
Eitt af því fyrsta sem ég gerði eftir
komuna til Reykjavíkur var að fara í
heimsókn til Þórðar Möller og vorum
við mikið saman þau ár sem ég var í
höfuðstaðnum. Þórður fór með mig á
samkomu í KFUM þegar ég var á öðru
ári í Kennaraskólanum. Þar talaði
Magnús Runólfsson. Ræðan var mjög
lifandi og skemmtileg en ég var fjarri
því sammála öllu sem fram kom í
henni. Eftir samkomuna kynnti Þórður
mig fyrir Magnúsi. Hann spurði mig
hvernig mér hafi líkað samkoman. Ég
svaraði „Ég er nú ekki samþykkur öllu
sem þú sagðir. Ég held að djöfullinn sé
ekki til og ég samþykki ekki upprisu
Björgvin Jörgensson, stofnandi KFUM á Akureyri.