Bjarmi - 01.12.1998, Síða 27
Ég hef stutt mig mjög mikið við Guð í
veikindunum. Ég tala við hann allan
daginn. Það er miklu skemmtilegra en
tala bara við sjálfan sig. Guð gaf mér
líka góða fjölskyldu og hreint frábæra
vini sem sýna mér mikla umhyggju og
stuðning. Þau hlusta á mig og eru til
staðar fyrir mig. Það er sælla að gefa en
þiggja. Það er alveg rétt. Ég var öðrum
megin við borðið. Núna er ég hinum
megin og verð þar um stund. Guð gaf
mér líka skynsemi og hana reyni ég að
nota til að gera mér lífið bærilegra. Líð-
an mín fer mjög mikið eftir því hvernig
ég tek á málum. Ég get valið að telja
upp allt sem ég missi af og get ekki gert
og vorkennt sjálfri mér eða að líta á það
sem ég hef og gera gott úr því. Ég hef
farið í gegnum flest stig sorgarinnar,
áfallið, afneitunina, reiðina, þunglyndið
og samninga við Guð: Ef þú gerir þetta,
þá skal ég gera eitthvað annað fyrir þig.
Það tekur sinn tíma að sættast og
reyndar fer ég ekki frekar en aðrir af
einu stiginu á annað heldur flögra á
milli, held alltaf í vonina um betri
heilsu, helst án verkja.
Dýrmætt bænalíf
Mig langar til að segja frá reynslu minni
af því að vera í bænasambandi við Guð,
ekki af því að það sé fullkomnara hjá
mér en hjá öðrum. í bæn erum við með
Guði, tjáum honum allt og hlustum á
hann. Því meir sem við biðjum og lifum
í bænasamfélagi við Guð lærum við bet-
ur að þekkja hann og kærleika hans.
Guð verður okkur náinn og við lærum
að hlusta á hann og þekkja vilja hans.
Ekkert er of lítið fyrir Guð og ekkert er
of stórt. Hann hlustar á okkur á allt
annan hátt en fólkið í kringum okkur.
Hann skilur og ber umhyggju fyrir okk-
ur. Hann vill taka þátt í hversdagslífinu,
því sem við erum að gera dags daglega
og höfum áhyggjur af. Guð þekkir líka
allt, þjáninguna, höfnunina, sorgina,
niðurlæginguna og einsemdina og þráir
að mæta okkur þar sem við erum stödd.
Það sem er erfitt að tala um við aðra er
auðvelt að tala um við hann. Hann þráir
að vera með okkur í sorginni, erfiðleik-
unum. Þegar við getum ekki meir nægir
. að hrópa á hann og hann tekur okkur í
faðm sér og ber okkur. Það er alltaf eitt-
hvað sem er erfitt að segja Guði en
Til að öðlast náið samband við Guð purfum við að
takafrá tíma til að vera með honum á hverjum degi.
Þetta getur reynst okkur erfitt og við purfum að
biðja Guð um hjáljj til pess.
hann þekkir allt og bíður þolinmóður
eftir því að fá að komast að til að lækna
okkur með sinni græðandi hendi.
Bænasamfélag við Guð dýpkar allt,
allan skilning og alla skynjun. Það er
dýrmætara en gull. í lífinu getum við
misst allt, heilsuna, ástvini, starfið og
heimilið en við getum alltaf fundið Jesú
og átt bænasamband við Guð - föður
okkar allra, því hann yfirgefur okkur
aldrei. Við þurfum að vera okkur með-
vituð um þessa nærveru hans í hugsun-
um okkar og athöfnum og verja tíma
með honum. Guð þolir vel að heyra reiði
okkar, vonbrigði og særindi. Hann gaf
okkur þessar tilfinningar ásamt mörg-
um öðrum. Hann útskúfar okkur ekki
vegna þeirra því að hann elskar okkur
og við getum afhent honum tilfinning-
arnar ásamt öllu öðru og beðið hann
um að taka allt að sér. Þannig vinnur
Guð í hjörtunum og öllu okkar lífi.
Smátt og smátt breytumst við þó við
náum aldrei fullkomnun. Þetta er ævi-
langt verkefni sem er erfitt en spenn-
andi. Ég hef verið í bænahópi í nokkur
ár. Guð hefur gefið okkur kærleika, vin-
áttu og bænasvör umfram það sem við
höfum kunnað að biðja um. Hann hefur
breytt okkur til að geta notað okkur
sem verkfæri í hendi sinni.
Til að öðlast náið samband við Guð
þurfum við að taka frá tíma til að vera
með honum á hverjum degi. Þetta getur
reynst okkur erfitt og við þurfum að
biðja Guð um hjálp til þess. Aðstæður
okkar geta verið breytilegar og gert það
að verkum að erfitt er að biðja. Vanlíð-
án, sorg og veikindi hafa áhrif á bænalíf-
ið en hvernig sem okkur líður er það
staðreynd að Jesús biður fyrir okkur
frammi fyrir hásæti föðurins. Einnig get-
um við beðið góða vini um að biðja fyrir
okkur þegar okkur reynist það erfitt.
Oft þegar okkur líður vel og við erum
glöð og hamingjusöm gleymum við að
biðja því að við teljum okkur ekki þarfn-
ast Guðs eins mikið og áður.
Einmitt þá er ástæða til að þakka
Guði og gleðjast því að velgengni er ekki
sjálfsögð. Það er aldrei stöðnun hjá
Guði heldur er alltaf eitthvað nýtt að
gerast.
Lífið heldur áfram og hann hvetur
okkur til að horfa fram á veginn.
Ég er eins og lítið sandkorn í flæðar-
málinu sem er að reyna að útskýra hið
stóra haf. Ég skil ekki nema brot af
ráðsályktun Guðs. En ég get sagt frá
reynslu minni og tekið undir orð Jobs
um Guð: „Áður þekkti ég þig af afspurn
en nú hefur auga mitt litið þig.“