Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1998, Síða 35

Bjarmi - 01.12.1998, Síða 35
Eins er um ummælin: „Margir eru kall- aðir en fáir útvaldir.“ Þeir eru færri, sem „leita móti straumi sterklega." Líka ber að hafa þá staðreynd í huga í þessu sambandi, að það var minnihluti hinn- ar útvöldu þjóðar, sem þáði útvalningu sína, þegar hann kallaði. Hann kallaði hana alla, hvern og einn, en grét að lokum yfir henni og sagði: Hversu oft vildi ég, en þér vilduð ekki (Lúk. 13,34). Það er hægt að loka á hann. En hann læsir ekki að sér. Krossinn hans sýnir hvort tveggja í einu: Hvernig mennirnir loka á Guð og hvernig hann opnar nýjar dyr — með þraut þeirrar for- smáðu elsku, sem vill að allir verði hólpnir og komist til þekk- ingar á sannleikanum (1. Tím. 2,4). Hann lætur dyr standa opnar fyrir þér, sem enginn get- ur lokað (Op. 3,8). Þetta segir hann við hvern, sem hann nær til og heyra vill. En skyldi sú gamla sorgarsaga vera á enda, sem hann lýsti með þessum orðum: Ég vildi, en þér vilduð ekki? Hann lýsir huga Guðs í dæmisögum: Einn af tíu og einn af hundrað sem er saknað er svo ómissandi, að eigandinn leitar eins og hann hafi tapað öllu og verður yfir sig glaður, þegar hann finnur (Lúk. 15). En í öðrum dæmisögum sýnir hann, að menn hafna heimboði Guðs, vilja ekki koma (Lúk. 14). Einu sinni var hann spurður beinlínis: Eru þeir fáir, sem verða hólpnir? (Lúk. 13,22). Hann svar- aði ekki, hann kennir enga statislík. En hann sagði við spyrjandann og aðra, sem heyrðu: Kostið kapps um að kom- ast inn. Hann sendi m.ö.o. spurning- una aftur til spyrjandans: Hvað um þig? Það er ekki sjálfgefið að komast inn. En spurðu ekki svona um aðra, þú hefur nóg með þig. Og jafnframt beinir hann orðum sínum til þeirra, sem höfðu kynnst honum, höfðu haft tæki- færi til að taka afstöðu lil hans, með eða móti. Aðvörun hans er alvarleg og algild: Gæt þess, að tækifærið mikla gangi þér ekki úr greipum. Þannig talar Jesús ævinlega. Hann ræðir ekki almennt eða vítt og breitt um hlutina án persónulegrar skírskotunar. Hann beinir orðum að þeim, sem heyrir: Þetta stendur þér til boða, þetta skaltu varast, þetta er vegurinn, sannleikurinn og lífið, það er þitt að taka afstöðu, þitt að þiggja eða hafna. Jesús talar í myndum og líkingum. Um æðstu sannindi verður ekki fjallað öðruvísi. Guð verður að tala barnamál við börn, í táknum og myndum, þó að hann tali tæpitungulaust. Ég get ekki gert mér né öðrum grein fyrir því, hvað það er að verða hólpinn. Það er „of háleitt, ég er því eigi vaxinn", eins og höfundur 139. sálms Davíðs segir, þegar hann er að hugleiða það undursamlega sköpunarverk Drottins, sem hann er sjálfur, hvernig Guð hefur „myndað“ hann, „ofið" hann í móður- lífi. Ég veit það eitt, og það nægir, að þá er ég hólpinn, ef ég er þar, sem Jesús er (Jóh. 17,24). Þá verður vilji hans með mig, þá uppfyllist bæn hans fyrir mér. Margir hafa fengið forsmekk af því að vera þar, sem Jesús er, eða finna hann hjá sér, vera í honum (Jóh. 15,4). Sumir þeirra höfðu kynnst því sálarástandi, sem var kvöl, vítiskvöl. Ætli ræninginn á krossinum hafi ekki getað sagt það um sig, um innri kvalir sínar, auk hinna líkamlegu? En hann fann við hlið sér þann, sem hafði af frjálsum vilja stigið niður í sama víti til þess að allir dæmdir og útskúfaðir gætu fundið hann hjá sér í slíku ysta myrkri. Gætu það, ef þeir vilja. Á aðra hönd Jesú var hinn, sem vildi ekki. Hvað getur krossfest elska þá gert? Er ekki þetta glötun: Að neita hjálp sinni, loka á kærleikann? Ég veit minnst um það, hvað getur gerst í lífi annarra. En það veit ég um sjálfan mig að mér yrði aldrei þröngvað til að vera hamingjusamur, ég yrði aldrei kúgaður til þess að vera sæll, aldrei neyddur til að andsvara kærleika og elska á móti. Væri ég neyddur gegn vilja mínum inn í ríki kærleikans, yrði það mér kvöl. Hvað segir þú? Þeir, sem hafa kynnst sálarkvölum, þeir, sem hafa horfst í augu við ein- hvern, sem kvaldist yfir því að hafa glatað lífi sínu, þurfa ekki að spyrja frekar um helvíti. Menn geta lifað augnablik sælu og sorgar, sem þeim finnst vera „eilíf', þau eru svo þrungin af innihaldi, að stakkur tímans rofnar. Höfum það í huga, þegar Biblían talar um eilífð. Þar gilda engin tímanleg hugtök. Enginn mun þurfa að harma það tækifæri, sem hann aldrei fékk. Ég veit, að ég mun þurfa að svara til meiri ábyrgðar fyrir efsta dómi en sá, sem aldrei fékk tæki- færi lil að taka afstöðu til Krists, þiggja eða hafna samfylgd með honum. En Guð Jesú Krists snýr aldrei baki við neinum. Við skulum þakka honum fyrir það í orði og verki. Og þakka honum fyrir það, sem við vitum og skiljum og biðja hann um að geta dregið réttar ályktanir af því í lífinu. Og hitt skulum við fela honum, sem við vitum ekki né skiljum að svo búnu og muna það, að hann er meiri en hjarta vort og þekkir alla hluti (1. Jóh. 3,20). Sigurbjörn Einarsson

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.